Fréttir frá 2015

08 28. 2015

Kjaraviðræður og kynningarfundir liðinnar viku

bordar 1300x400 09Í dag voru haldnir tveir kynningarfundir hjá Já hf. þar sem nýgerður kjarasamningur var kynntur fyrir starfsmönnum. Eftir fyrri fundinn hófst atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn en atkvæðagreiðslan var framkvæmd á staðnum og geta starfsmenn Já hf. mætt á skrifstofu RSÍ til 4. september kl. 15:00 til þess að greiða atkvæði um samninginn. Mjög áríðandi er að starfsmenn taki þátt í atkvæðagreiðslum um kjarasamninga og segi sína skoðun á þeim.

Í vikunni var haldinn annar fundur vegna kjarasamnings RSÍ/FÍS við Símann, Mílu og dótturfyrirtæki og var jafnframt fyrsti fundur vegna samnings RSÍ við Símann, Mílu og dótturfyrirtæki (sveinasamningur) haldinn í þessari viku. Litlar fréttir eru af fundunum en vinna er í gangi við ýmis mál sem nauðsynlegt er að ræða og uppfæra hin ýmsu skjöl. Næstu vinnufundir verða haldnir seinnihluta næstu viku.

Jafnframt var fundað vegna kjarasamninga við Rarik, HS veitur og Félag atvinnurekenda en eru þau mál í eðlilegu ferli en ljóst að það á eftir að ganga frá fjölmörgum endum víða.

Næsti fundur í deilu verkalýðsfélaganna við ISAL verður haldinn á mánudag en Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins en ljóst er að yfirvinnubann hefur staðið í tæpan mánuð og hefur töluverð áhrif á rekstur fyrirtækisins. Fulltrúar starfsmanna hafa sýnt fullan vilja til að ná samningum en höfum æði oft lent á vegg þegar skriður hefur komist á málið.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?