Fréttir frá 2015

08 26. 2015

Kjarasamningur RFS, RFN og FRS undirritaður

bordar 1300x400 02Í dag var skrifað undir kjarasamning vegna Rafiðnaðarfélags Norðurlands, Rafiðnaðarfélags Suðurnesja og Félags rafiðnaðarmanna á Suðurlandi. Kjarasamningurinn byggir á sama grunni og aðrir kjarasamningar sem gerðir hafa verið en bókun fylgir kjarasamningnum þar sem fram kemur SA/SART beini því til fyrirtækja á þessum svæðum að þau muni kynna launabreytingar fyrir starfsmönnum sem koma til vegna þessara kjarasamninga niður á einstaklinga. Kjarasamningarnir gilda frá 1. maí 2015 líkt og aðrir kjarasamningar hjá RSÍ og munu laun viðkomandi hækka til samræmis við kjarasamningana verði þeir samþykktir.

Orlof skal greiða ofan á verkfæragjald rafiðnaðarmanna líkt og verið hefur en skrifað var undir bókun þess efnis, til samræmis við ákvæði kjarasamningsins. Sjá nánar í frétt þessu tengt á síðu RSÍ.

Kynningarfundir verða haldnir á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ í næstu viku og munu félagsmenn okkar á viðkomandi svæðum fá sendar upplýsingar um tímasetningar fundanna. Atkvæðagreiðslur munu hefjast í kjölfarið og mun niðurstaða verða tilkynnt SA/SART eigi síðar en 15. september en þó gæti niðurstaða legið fyrir fyrr en það fer eftir því hvert fyrirkomulag atkvæðagreiðslna verður.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?