Fréttir frá 2015

08 6. 2015

Kjaradeila við ISAL

rafidnadarsambandidRétt í þessu lauk 14. fundi hjá Ríkissáttasemjara vegna deilu verkalýðsfélaganna við ISAL. Fundurinn var árangurslaus og gaf því ekki tilefni til að halda áfram vinnu í þessari viku. Ríkissáttasemjari ákvað þó að næsti fundur verði haldinn á þriðjudag í næstu viku. 

Yfirvinnubann stendur yfir í verksmiðjunni með tilheyrandi röskun á starfsemi og ótímabundið verkfall skellur á 1. september næstkomandi en fyrirtækið mun þó fá 2 vikna aðlögun áður en allir starfsmenn leggja niður störf. Samninganefnd starfsmanna bindur miklar vonir við að mögulegt verði að ná kjarasamningi áður en til þessa kemur.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?