Fréttir frá 2015

08 6. 2015

Staða kjaraviðræðna - ágúst 2015

rafidnadarsambandidNú þegar sumarleyfum fer að ljúka þá er rétt að huga að því sem framundan er í kjaraviðræðum.

RSÍ óskaði eftir viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna þeirra kjarasamninga sem eftir á að gera þann 15. júlí síðastliðinn en SA/fyrirtækin hafa ekki svarað óskum um fundi vegna sumarleyfa. Við gerum fastlega ráð fyrir því að fundir verði boðaðir á næstu dögum. Þó hefur verið boðað til funda vegna nokkurra samninga.

Þessa vikuna hafa fundir staðið yfir vegna ISAL, Rio Tinto Alcan, og verður næsti fundur haldinn í dag kl. 13 undir stjórn Ríkissáttasemjara. Nokkuð hefur þokast í þeirri deilu en of snemmt er þó að segja til um hvort málið sé komið á þann stað að það geti leitt til undirritunar kjarasamnings. Það kemur í ljós síðar í dag vonandi.

Í næstu viku verður fundað vegna þeirra aðildarfélaga RSÍ sem felldu "almenna" samninginn en það eru félögin Rafiðnaðarfélag Suðurnesja, Rafiðnaðarfélag Norðurlands og Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi. Stefnt er að því að ljúka undirritun samnings þar sem fyrst eða þegar breytingar hafa fengist á þeim atriðum sem menn voru ósáttastir með. Ef ekkert þokast í þeim málum mun bresta á verkfall á þessum stöðum í byrjun september.

Boðað hefur verið til fundar vegna kjarasamnings RSÍ og Rarik ohf og verður hann haldinn í næstu viku.

RSÍ hefur óskað eftir fundum vegna Símans/Mílu, Landsvirkjunar, Landsnets, Orkuveitu Reykjavíkur, HS Orku/veitum, Norðurorku, 365 miðla. Ekki hefur fengist svar við beiðni um fundi vegna sumarleyfa SA.

Fundað verður vegna svokallaðs Kögunarsamnings uppúr miðjum ágúst.

Fundað verður vegna kjarasamnings við Ríkið, Félag atvinnurekenda og Reykjavíkurborg á næstunni en nú þegar hafa verið haldnir tveir fundir með Félagi atvinnurekenda.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?