Fréttir frá 2015

04 15. 2015

Fyrirtækjasamningur við RÚV ohf undirritaður og samþykktur

rafis bordar 1300x400 18Í dag kl. 16:30 var skrifað undir fyrirtækjasamning vegna starfsmanna hjá Ríkisútvarpinu en deila hefur staðið all lengi yfir og stefndi í verkfall hjá félagsmönnum Félags tæknifólks í rafiðnaði og Félagi rafeindavirkja kl. 6 í fyrramálið. Sökum aðstæðna var boðað til félagsfundar með starfsmönnum strax í kjölfar undirskriftar og samningurinn var kynntur þeim. Atkvæðagreiðsla hófst beint í kjölfar og liggur niðurstaða fyrir.

 

Fjöldi starfsmanna er samtals 52 og alls tóku 42 þátt í atkvæðagreiðslunni eða 80,8%.

Já sögðu 40 eða 95%
Nei sögðu 2 eða 5%

Fyrirtækjasamningurinn telst því samþykktur og hefur því tekist að afstýra verkfalli.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?