Fréttir frá 2015

04 9. 2015

ÚRSLIT Í KJÖRI

firÚrslit kjörs stjórnar og trúnaðarráðs Félags Íslenskra Rafvirkja

Talið var í gær í kjöri um stjórn og trúnaðarráðs félagsins og voru úrslit á þann veg að B - listi fékk fleiri atkvæði og er þar með sigurvegari kosningana.

 

Á kjorskrá voru 1470 félagsmenn og atkvæði greiddu 577 sem gera 39.3% þátttaka í kjörinu.

A - listi núverandi stjórnar hlaut 232 atkvæði eða 40,2%

B - listi mótframboðs hlaut 340 atkvæði eða 59,0% 

Auðir og ógildir voru 5 atkvæði.

 

 

Ný stjórn tekur við stjórn félagsins á aðalfundi félagsins þriðjudaginn 21. apríl 2015. 

Fráfarandi stjórn og trúnaðarráð vill þakka bæði ánægjulegt samstarf við félagsmenn FÍR á undarförnum árum og sýndan stuðning í atkvæðagreiðslunni. 

Stjórn og trúnaðarráð vill óska B - lista mönnum til hamingju með sigurinn og óskir um gott og farsælt gengi með stjórnum félagsins.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?