Fréttir frá 2015

03 4. 2015

Félagsfundur með starfsmönnum RÚV

wire

Í gær var haldinn fjölmennur fundur með félagsmönnum RSÍ er starfa hjá Ríkisútvarpinu. Uppi hefur verið hörð deila á milli RSÍ (fyrir hönd starfsmanna) og RÚV um að gerður verði kjarasamningur sem nær til þeirra starfa sem félagsmenn RSÍ sinna innan stofnunarinnar. Nú er það svo að kjaradeilunni var vísað til Ríkissáttasemjara 20. janúar síðastliðinn. Haldnir hafa verið fjórir fundir og var bókaður árangurslaus

fundur þann 20. febrúar.

Mikill hiti var í fundarmönnum og afstaða afar skýr til hvaða ráða skuli taka í þessari deilu. Fari viðhorf viðsemjenda ekki að breytast á næstunni þá sjáum við ekkert annað fært í stöðunni en að grípa til aðgerða til að ná kröfum okkar fram. Var það skýr niðurstaða fundarins að starfsmenn RSÍ myndu hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um aðgerðir.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?