Fréttir frá 2015

02 27. 2015

100 ára afmæli FÍS

fismerkiÍ dag, 27. febrúar 2015, er Félag íslenskra símamanna (FÍS) 100 ára gamalt. Félagið var fyrsta stéttarfélag sem opinberir starfsmenn stofnuðu. Símamenn hafa markað spor í baráttu fyrir bættum kjörum alla tíð síðan. Félagið hefur meðal annars beitt sér fyrir stofnun byggingafélags og stóð að byggingu

íbúðablokkar um miðja síðustu öld. FÍS hefur ætíð verið framarlega í byggingu orlofshúsa eða hressingarhælis. FÍS sótti um inngöngu í Rafiðnaðarsamband Íslands árið 1998 og var samþykkt inn í RSÍ árið 1999.

Rafiðnaðarsamband Íslands óskar FÍS og félagsmönnum þess innilega til hamingju með daginn.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?