Fréttir frá 2014

09 15. 2014

Orlofshúsin bjóða ykkur velkomin

OrlofshusOrlofshúsin eru opin til útleigu fyrir alla fullgilda félagsmenn innan Rafiðnaðarsambandsins, húsin eru ekki leigð út til utanfélagsmanna. Orlofshúsin eru staðsett vítt og breitt um landið og auk þess þrjár íbúðir erlendis. Orlofshúsin eru flest öll til útleigu allt árið og bókanir fara fram á orlofsvefnum sem er opinn allan sólarhringinn, ákveðin tímamörk eru þó þegar opnað er fyrir afmörkuð tímabil og umsóknir.

Ekki er hægt að bóka orlofshús innanlands lengra en u.þ.b. 6 mánuði fram í tímann (samanber tímasetningar hér að neðan). Undanþegið þessu eru íbúðir á Spáni og í Kaupmannahöfn þar sem flugfargjöld ráða miklu um fyrirvara. Íbúðir erlendis eru til útleigu allt árið og fara ekki í umsóknarferli, gildir þar reglan „fyrstur kemur-fyrstur fær“.
Orlofshús innanlands falla meginhluta ársins undir regluna „fyrstur kemur-fyrstur fær“ og opnast orlofsvefurinn alltaf sem hér segir:

• 1.nóvember opnar fyrir bókanir á tímabilið janúar til og með maí (undanskilin páskavikan).
• 1.júlí opnar fyrir bókanir á tímabilið september til janúar (áramótin þar meðtalin).

Lendi þessir dagar á helgi færast dagarnir fram til mánudags, næsta virka dag. Í ár opnar því fyrir bókanir þann 3. nóvember.

Þessa daga opnast orlofsvefurinn fyrir umsóknir og bókanir kl. 9.00 að morgni þ.e. á sama tíma og skrifstofan. Rétt er að benda á að mikið álag verður iðulega á orlofsvefnum en öruggasta leiðin til að ná húsi er samt sem áður að nota vefinn í stað þess að hringja á skrifstofuna. Skrifstofan bókar hús með sama hætti og félagsmenn og því hefur álagið einnig áhrif á bókanir hjá starfsfólki RSÍ.

Það eru tvö tímabil árlega sem falla undir umsóknartímabil:

• Páskavikan þ.e. miðvikudag fyrir páska til miðvikudags eftir páska
• Sumartíminn frá síðasta föstudegi í maí til síðasta föstudags í ágúst.

Félagsmenn senda inn umsóknir rafrænt af orlofsvefnum og er umsóknarfrestur í mánuð í senn.

Umsóknir um páskavikuna verða að berast á tímabilinu 25.janúar til 25.febrúar.

Umsóknir um vikudvöl að sumarlagi verða að berast á tímabilinu 1.mars til 31.mars.

Úthlutun fer fram rafrænt að liðnum umsóknarfresti og er öllum umsækjendum sendur netpóstur um niðurstöðuna.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?