Fréttir frá 2014

08 26. 2014

Fjöldi atvinnuleitenda í júlí 2014

VMSTFjöldi félagsmanna RSÍ sem eru í atvinnuleit eru 44 talsins eða 0,9% félagsmanna. Atvinnuleysi hefur dregist saman á undanförnum árum og fyrir því geta verið nokkrar ástæður. Ein þeirra er að verkefnum hefur fjölgað í rafiðngreinum hér á landi, nokkur fjöldi íslenskra rafverktakafyrirtækja hafa sótt fleiri verkefni erlendis til viðbótar við þau sem eru innanlands. Þó nokkur fjöldi félagsmanna RSÍ hefur flutt af landi brott og enn fleiri eru ráðnir til starfa erlendis og ferðast á milli landa til að sækja vinnu. Flestir þeirra hafa sótt vinnu til Noregs enda er staðan á vinnumarkaði í Noregi nokkuð góð í dag. Því má segja að um að hluta til er dulið atvinnuleysi í okkar grein í dag.

Hér má sjá töflu yfir atvinnleitendur aðildarfélaga RSÍ eins og staðan var í júlí 2014:

 

Félag 
FTR  Félag tæknifólks í rafiðnaði   13
RFN  Rafiðnaðarfélag Norðurlands 0
FÍR  Félag íslenskra rafvirkja 12
FRV  Félag rafeindavirkja 7
FRS  Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi  0
RFS  Rafiðnaðarfélag Suðurnesja 1
FÍS  Félag íslenskra símamanna 9
FSK  Félag sýningarstjóra við kvikmyndahús  2
 Samtals: 44

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?