Fréttir frá 2014

07 10. 2014

Stórhátíðarálag

Logo RSÍVarðandi vinnu á stórhátíðardögum, réttindi og skyldur launafólks. Stórhátíðardagar eru samkvæmt kjarasamningi RSÍ - SA/SART eftirfarandi dagar:

Nýársdagur, páskadagur,  hvítasunnudagur, jóladagur, föstudagurinn langi, 17. júní sem og eftir kl. 12:00 á aðfangadag og gamlársdag. Hafi starfsmenn til dæmis unnið 17. júní síðastliðinn þá ber að greiða sérstaklega fyrir þá vinnu með stórhátíðarálagi.

Þegar unnið er á stórhátíðardögum skal öll aukavinna greidd með tímakaupi sem er 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu (sbr. gr. 2.2.3 í umræddum kjarasamningi). Ef tekið er dæmi um einstakling sem er með 400.000 kr. í mánaðarlaun fyrir fulla dagvinnu þá ber að greiða viðkomandi 5.500 kr. á klukkutíma á stórhátíðardegi (400.000 x 0,01375 = 5.500 kr.).

Nánari upplýsingar er að finna í kjarasamningnum sem má nálgast hér.

Jafnframt teljast eftirfarandi dagar helgidagar:

Allir helgidagar Þjóðkirkjunnar og allir þjóðlegir frídagar, s.s. sumardagurinn fyrsti og enn fremur 1. maí, sem ekki skal unninn. Nánari umfjöllun um þetta er í gr. 2.8.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?