Fréttir frá 2013

12 7. 2013

Ályktun vegna stöðu kjaraviðræðna

Logo RSÍMiðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands harmar þá ákvörðun Samtaka atvinnulífsins að hafna mögulegri leið til að ná breiðri sátt á íslenskum vinnumarkaði. Í því ljósi er augljóst að stöðugleiki mun að öðru óbreyttu ekki verða til staðar sökum ákvörðunar þeirra. Við það verður ekki unað að fyrirtækjum einum verði veitt það svigrúm að deila út launahækkunum til óskilgreinds hóps sem þeir telja heppilegan. Í kjarasamningum á að nýta allt mögulegt svigrúm til þess að hækka laun með almennri hækkun þannig að sú hækkun nái til allra launþega.

Í launakönnun sem RSÍ lét gera fyrir septembermánuð sést greinilega að svokallað launaskrið á dagvinnulaunum okkar fólks hefur verið 3,9% en þar af var launahækkun kjarasamninga upp á 3,25%. Þetta þýðir að launaskrið umfram kjarasamninga var aðeins 0,65%. Ef horft er yfir allan markaðinn þá sést greinilega að launaskrið hefur almennt verið 6,1% á milli ára og því ljóst að aðrir hópar hafa notið launaskriðs umfram rafiðnaðarmenn.

Ætli aðilar að byggja á stöðugum grunni þá þurfa atvinnurekendur að auka aga í sínu baklandi áður en þeir benda á launþegana. Atvinnurekendur hækka gjaldskrár óheft með tilheyrandi verðbólgu. Launþegar þurfa að hækka sína verðskrá í kjarasamningum með aðkomu sömu aðila og hækkuðu verðlagið!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?