Fréttir frá 2013

10 18. 2013

Sólarfrí á Spáni 2014

spánnMánudaginn 21.okt. 2013  kl. 9.00 mun orlofsvefurinn opna fyrir bókanir í orlofsíbúðir okkar á Spáni. Í gildi er reglan „fyrstur kemur-fyrstur fær“ 
Íbúðirnar eru staðsettar í Torrevieja um 45 km suðvestur af Alicante. Íbúðirnar standa við Avenida Delfina Viudes og í göngufæri (c.a.15 mín.) við miðbæinn,  sem iðar af lífi frá morgni og langt fram á kvöld með ótalinn fjölda veitingastaða, tívolí og útimarkað. 
Stutt er að ganga í stórverslunina Carrefour og glæsilega verslunarmiðstöð Habaneras, á sama svæði eru líka veitingarstaðir, keilusalur, leiktæjasalur og kvikmyndahús svo eitthvað sé nefnt.  „Aquaprak“ – vatnsleikja garðurinn er við sömu götu og íbúðin. Á föstudögum er stór útimarkaður í 5.mín göngufjarlægð, þar sem fá má allt milli himins og jarðar. 
Sólarstrendur eru nokkrar og meðal þeirra er vinsælast að fara á ströndina í La Mata, eins eru litlar stendur í nágrenni miðbæjarins.  Afar hentugt er að vera á bíl þegar halda skal á ströndina, það er hægt að ganga en getur tekið allt að 50.mín.
Þeir félagsmenn sem notið hafa dvalar í íbúðunum á Spáni er á einu máli um að þarna sé gott að vera og íbúðirnar afar vel staðsettar. Bíll er ekki nauðsynlegur en þarna eins og annars staðar er bíll þægindi og opnar fleiri möguleika á að skoða sig um. 
Skiptidagar  sumar 2014 verða á þriðjudögum, leigutímabilið er tvær vikur í senn frá og með 15.apríl 2014
Heimsferðir og WOW air hafa nú þegar auglýst beint flug frá Keflavík til Alicante alla þriðjudaga n.k. sumar.
Sláðu inn götuheiti, bæ og landi inná https://maps.google.com/ og fáðu þér gönguferð með litla gula kallinum ofarlega í vinstra horninu á skjánum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?