Fréttir frá 2013

10 6. 2013

Aukaársfundur Stafa lífeyrissjóðs

StafirÞann 16. október næstkomandi verður aukaársfundur Stafa lífeyrissjóðs haldinn. Ástæða þess að nauðsynlegt er að halda fundinn er vegna þess að á ársfundinum í sumar tókst ekki að tryggja rétt hlutföll kynjanna í stjórninni. Samkvæmt breytingum sem tóku gildi þann 1. september þá má hlutfall hvors kyns ekki fara undir 40%. En það þýðir að nauðsynlegt er að hlutföll kynjanna í þetta fámennum stjórnum séu 50% án allra frávika frá því. 6 manna stjórn mun því aldrei ná markmiðum laganna nema með því að 3 stjórnarmenn séu karlar og 3 séu konur. Lagt er til að fjölga núverandi stjórn um 2 stjórnarmenn eða upp í 8 talsins. Til þess að tryggja hlutföllin þá þarf að kjósa konur í þessi tvö sæti. Sökum þess geta eingöngu konur gefið kost á sér til stjórnarsetu að þessu sinni, það á jafnt við um kjör til setu sem aðalmaður í stjórn sem og varamaður.

Síðasti dagur til að gefa kost á sér er þann 9. október næstkomandi. Framboð skal senda á netfangið kjornefnd@stafir.is eða á skrifstofu Stafa að Stórhöfða 31.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?