Fréttir frá 2013

08 21. 2013

Tíðar hækkanir á síma-og netþjónustu

asi storUndanfarin misseri hafa tíðar breytingar á verðskrám fjarskipatfyrirtækja vakið athygli verðlagseftirlitsins og hafa notendur vertuaverdi.is m.a. ítrekað bent á þetta. Verðlagseftirlitið tók saman verðþróun á síma- og internetþjónustu sl. tvö ár úr tölum frá Hagstofu Íslands. Þar má sjá að farsímaþjónusta hefur hækkað samfellt frá því í lok árs 2011 og er nú um 23% dýrari en fyrir tveimur árum, þar af nemur hækkunin það sem af er þessu ári ríflega 10%. Internetþjónusta hefur sömuleiðis hækkað umtalsvert og er nú tæplega 16% dýrari en í júlí 2011. Heimilissímaþjónusta hefur hækkað nokkuð minna en hún er engu að síður tæplega 8% dýrari nú en fyrir tveimur árum eftir nokkra lækkun um mitt þetta ár.

graf ASI

Fjarskiptafyrirtækin hafa samkvæmt þessu ekki séð ástæðu til þess að taka höndum saman með launafólki og sýna ábyrgð og aðhald í verðlagsmálum líkt og sammælst var um við endurskoðun kjarasamninga í upphafi árs. Neytendur er hvattir til að sýna aðhald sitt í verki með því að bera saman verð milli þjónustuaðila og vera áfram virkir í að upplýsa um verðhækkanir sem þeir verða áskynja inn á vertuaverdi.is.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?