Fréttir frá 2013

08 20. 2013

Nám við Opna háskólann í HR

HR logoVið í Opna háskólanum í HR erum með námskeið sem gæti vakið áhuga hjá félagsmönnum Rafiðnaðarsambands Íslands. Námskeiðið snýr að virkni mótorstýringa og verður haldið í lok ágúst. Námskeiðið hentar sérstaklega rafeindavirkjum en gæti vaki áhuga fleiri félagsmanna ykkar. Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að sjá hér fyrir neðan.

 

Virkni mótorstýringa – Hefst 27. ágúst

 

 Á síðastliðnum árum hafa taplitlar aflstýringar með hálfleiðaratækni aukist frá því að vera aðeins fyrir ljósadimmer upp í hraðastýringar fyrir aflstóra mótora. Það er sífellt að verða algengara að smáspennugjafar felli spennuna með hálfleiðaratækni í stað spennibreytis. Þessi tækni hefur boðið upp á að ræsa stóra mótora rólega og stjórna hraða og afli þeirra með nákvæmum hætti. Þó svo að þessar aflstýringar virki vel á mótorinn þá hafa þær sínar aukaverkanir eins og rafmagnstruflanir sem valda því að tölvustýrður búnaður í nágrenninu virkar illa, jafnvel þótt hann sé í annarri byggingu. Búnaðurinn getur einnig myndað hita í flutningalínum þótt aflið sem línurnar flytja aukist ekkert.

Á námskeiðinu verður farið í eftirfarandi: 

  • Grunnvirkni aflstýribúnaðar, bæði ac og dc.
  • Hvers vegna aflstýribúnaður veldur truflunum.
  • Hvers vegna straumur í PEN leiðara getur orðið óeðlilega mikill.
  • Hvers vegna flutningalínur hitna meira með aflstýribúnaði.
  • Að lokum verður farið í það hvernig hægt er að takmarka þessi vandamál og halda þeim í lágmarki.

 

Fyrir hverja? 

Námskeiðið hentar sérstaklega verk-, tækni- og iðnfræðingum og rafeindavirkjum sem starfa við raforkukerfi og vinna við uppsetningu og notkun stjórnbúnaðar fyrir aflfrek tæki eins og rafmagnsmótora.

 

Tími: Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 29. ágúst frá kl. 13:00-17:00.

 

Verð: 49.000 kr. Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og síðdegishressing á námskeiðsdögum.  

 

Leiðbeinendur: Kristinn Sigurjónsson, M.Sc í efnaverkfræði frá NTH í Þrándheimum og C.Sc í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Kristinn starfar sem lektor við tækni- og verkfræðideild HR. 

 

Friðrik Alexanderson, B.Sc í rafmagnstæknifræði frá Odense Teknikum og sveinspróf í rafvirkjun. Friðrik starfar sem deildarstjóri á iðnaðarsviði hjá Verkís.

Skráning og upplýsingar smellið hér.

Félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands hafið samband við Rafiðnaðarskólann vegna námstyrks sem þið gætuð átt rétt á. www.raf.is

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?