Fréttir frá 2013

08 1. 2013

Upplýsingar um orlofssvæðið á Skógarnesi

Skogarnes 31-07-13Orlofssvæðið á Skógarnesi er ávallt jafn vinsælt enda allt til alls. Á svæðinu eru 15 orlofshús sem leigð eru út til félagsmanna. Fjögur húsanna eru 65 fm, tíu húsanna eru um 90 fm og eitt er um 270 fm að stærð. Mikil eftirspurn er eftir því að komast í húsin og því þurfa félagsmenn að hafa töluvert marga punkta í orlofskerfinu til að fá úthlutað á besta tíma ársins (yfir hásumarið). 

Á svæðinu er einnig stórt og mikið tjaldsvæði sem rúmar allt að 2.000 manns þegar best lætur. Aðstaða á tjaldsvæðinu er mjög góð þó svo að vandræði hafi komið upp í sumar á heitustu dögunum að skortur hefur verið á heitu vatni en borhola sem svæðið notar hefur ekki annað þörfinni fullkomlega þegar mest notkun er (í kringum kvöldmatarleyti á stærstu helgunum). Unnið er að því að bora fleiri holur til þess að bæta úr þessu.

Leiktæki fyrir börn eru fjölmörg en þar má nefna hoppidýnu, aparólu, rólur, barnahús, fótboltavöll, körfuboltavöll, strandblakvöll og 9 holu æfingagolfvöll.

Fyrir áhugasama þá er mögulegt að kynna sér orlofssvæðið nánar með því að smella hér. Þar er jafnframt að finna helstu reglur sem gilda þó svo að listinn sé ekki tæmandi.

Fréttamyndin sem fylgir með fréttinni var tekin 31.07.2013 og má sjá glitta í Stóra húsið og leiksvæðið þar sem hoppidýna og aparóla eru í aðalhlutverki.

 

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?