Fréttir frá 2013

07 5. 2013

World Skills 2013

wsc2013Ísland sendir 4 keppendur á World Skills leikanna í Leipzig, í hárgreiðslu, pípulögn, rafvirkjun og grafískri miðlun.

Nú þegar þetta er skrifað er 2 keppnisdagar búnir og okkar keppendum gengur vel, en þeir eiga þó 2 daga eftir eða fram á laugardag. Það er síðan á sunnudagskvöld sem kemur í ljós hvernig þeim gekk í samanburði við aðra.

Lena Magnúsdóttir keppir í hárgreiðslu, Börkur Guðmundsson keppir í rafvikjun, Þorri Pétur Þorláksson keppir í pípulögn og Laufey Dröfn Magnúsdóttir keppir í grafískri miðlun. Öll kepptu þau í Íslandsmóti iðn- og verkgreina 2012.

Dómarar fylgja öll þeim greinum sem við sendum keppendur i og þá eru 4 aðrir dómarar sem eru að kynna sér keppnisgreinar sem þeir eru fulltrúar fyrir.

Dómarar eru Ragnheiður Kristinsdóttir dómari í hárgreiðslu, Stefán Sveinsson dómari í rafvikjun, Gústaf A. Hjaltason dómari í málmsuðu, Skarphéðinn Skarphéðinsson dómari í pípulögnum, Sólveig Friðriksdóttir dómari í tölvulausnum fyrir fyrirtæki, Eygló Benediktsdóttir dómari í umönnun , Hörður Bragason dómari í rafeindavirkjun og Hjörtur Guðnason dómari í garfískri miðlun.

Keppnin núna er sú stærðsta sem haldinn hefur verið, keppendur rúmlega 1.000 frá 53 löndum. Þeir keppa í 45 keppnisgreinum. Þá 4 daga sem keppnin stendur yfir er gert ráð fyrir 200 þúsund gestum, og þar eru grunnskólanemar frá Leipzig og nágrenni stór hluti gestanna.

Nokkrar myndir frá keppnisstað.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?