Fréttir frá 2013

06 28. 2013

Nýtt orlofshús í Vaglaskógi

vaglask 1Um síðastliðna helgi tókum við nýtt orlofshús í notkun en húsið er í Vaglaskógi og var byggt á sama stað og eldra hús sem var í útleigu hjá okkur. Eldra húsið var komið til ára sinna og alls ekki hægt að leigja það út mikið lengur sökum þess hversu illa einangrað húsið var og hélt ekki öllum dýrum úti.
 
Fyrsti leigjandi nýja hússins er Guðrún Bergþórsdóttir félagsmaður hjá Félagi íslenskra símamanna (FÍS) en eldra húsið var einmitt í eigu FÍS og hafði félagið átt orlofshús á þessum stað frá árinu 1934. Í tilefni þess að Guðrún var fyrsti leigjandinn færði Sigurður Sigurðsson, formaður orlofsnefndar RSÍ, henni ostakörfu. Guðrún var ánægð með dvölina fyrstu vikuna enda húsið hið glæsilegasta. Ekki skemmdi fyrir að mikil veðurblíða var á Norðurlandi þessa viku, eins og oft vill verða yfir sumartímann. Húsið er umvafið skógi og því skýlir hann svæðinu fyrir vindum og mikil hlýindi eru á svæðinu þegar sólin skín.
 
Sökum óvenju snjóþungs vetrar þá tókst ekki að ljúka byggingu hússins á réttum tíma en seinkun varð á afhendingu um 2 vikur enda var snjór ekki farinn fyrr en seint í maí. Frágangur hússins er flottur og umhverfið í kringum það er í góðu horfi. Enn er þó unnið að frágangi í næsta nágrenni við húsið en bílastæðið er ekki fullklárað sem og vegurinn að húsinu. Þessu ætti að vera lokið í haust. fleiri myndir
vaglask 2
vaglask 3
vaglask 4
vaglask 5
vaglask 6

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?