Fréttir frá 2013

06 27. 2013

Vel heppnuð fjölskylduhátíð RSÍ 2013 (myndir)

IMG6115Fjölskylduhátíð RSÍ var haldin um síðustu helgi (21. - 23. júní) og heppnaðist vel. Um 800 manns voru á svæðinu og mögulega fjölgaði eitthvað á laugardeginum enda er það vinsælt að líta við með börn og barnabörn þegar leiktæki, skemmtiatriði og fótboltamót stendur sem hæst. Góð þáttaka var að venju í fótboltanum en 10 lið tóku þátt í mótinu. Skátarnir mættu á svæðið með hoppukastala og klifurvegg sem vöktu mikla lukku á meðal barnanna. Lalli töframaður skemmti börnum sem fullorðnum með töfrabrögðum. Grillaðar voru pylsur og boðið var upp á íspinna í tilefni 20 ára afmælis Félags tæknifólks í rafiðnaði. Hátíðardagskránni lauk um kvöldið með verðlaunaafhendingu og balli þar sem Greifarnir spiluðu og skemmti fólk sér með eindæmum vel. Við þökkum félagsmönnum og gestum þeirra fyrir komuna og hlökkum til næstu fjölskylduhátíðar sem haldin verður á næsta ári að vanda í kringum Jónsmessuna.

Myndir frá hátíðinni má finna hér.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?