Fréttir frá 2013

06 19. 2013

Fjölskylduhátíð RSÍ - nokkrar ábendingar

Nú er farið að styttast í Fjölskylduhátíð RSÍ en hún verður núna um helgina (dagana 21. - 23. júní). Rétt er að benda á nokkur atriði sem mikið er spurt um í aðdraganda helgarinnar.

  • Frítt er inn fyrir félagsmenn aðildarfélaga RSÍ og fjölskyldur þeirra (félagsmaður, maki og börn undir 18 ára aldri). Greiða þarf fyrir notkun á rafmagni.
  • Hátíðin er eingöngu fyrir félagsmenn.
  • Framvísa þarf skilríki þegar mætt er á svæðið.
  • Félagsmenn geta boðið gestum með sér á hátíðina en þá er skilyrði að félagsmaður sé mættur á svæðið á undan gesti og eru gestir skráðir á viðkomandi félagsmann. Því þurfa gestir að boða félagsmenn út að hliði þegar þeir eru að nálgast svæðið.
  • Gjald fyrir gesti félagsmanna er:
    • Fullorðnir: kr. 3.000 fyrir helgina
    • Börn 13 - 18 ára: kr. 1.500
    • Börn 12 ára og yngri: frítt
  • Allir þurfa að kynna sér reglur svæðisins og fara eftir þeim. Gæludýr skulu ávallt vera í bandi og gæta þarf þess að ónæði skapist ekki af þeim fyrir aðra gesti. Ró skal vera komin á á miðnætti.
  • Ekki er heimilt að taka svæði frá nema þegar menn eru komnir á svæðið og þá hóflegt svæði sem gæti rúmað eins og einn vagn á hvern félagsmann. Ef þröngt verður á svæðinu áskilja starfsmenn sér þann rétt að takmarka þetta frekar. Halda má hóflegu svæði til kl. 20:00 á föstudagskvöld að því gefnu að nægt pláss sé á svæðinu með fyrri takmörkunum.

Allt er þetta gert til þess að sem flestir komist að á þessari skemmtilegu helgi og að allir geti notið hennar saman. Eigum góða og skemmtilega helgi saman á orlofssvæðinu okkar um helgina. :-)

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?