Fréttir frá 2013

05 23. 2013

Andlát

KrossÞann 21. maí síðastliðinn lést félagi okkar Stefán Ólafur Guðmundsson, starfsmaður Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins. Stefán var alla tíð virkur í félagsmálum en lengst af starfaði hann hjá ISAL þar til hann hóf störf hjá Fræðsluskrifstofunni í upphafi árs 2000 og hafði hann starfað hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins alla tíð síðan. Stefán sinnti málefnum sterkstraums en má þar nefna utanumhald um sveinspróf, þýðingar á sveinsbréfum, hann hefur setið í stjórn Mímis svo örfá verkefni séu nefnd. Stefán hefur verið í fararbroddi við að halda Spennugolfi RSÍ gangandi og að öðrum ólöstuðum þá hefði Spennugolfið ekki verið eins ef hann hefði ekki drifið það áfram af dugnaði, svo eitthvað sé nefnt. Það er mikill missir fyrir okkur rafiðnaðarmenn að missa svo öflugan mann úr okkar röðum. Við sendum fjölskyldu og vinum Stefáns okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. 

Útför Stefáns mun fara fram í Fossvogskirkju, föstudaginn 31. maí kl. 13:00.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?