Fréttir frá 2013

05 6. 2013

Sambandsstjórnarfundur RSÍ 2013

 MG 1357Dagana 3. og 4. maí síðastliðna var Sambandsstjórnarfundur RSÍ haldinn. Sambandsstjórn kemur saman einu sinni á ári og er æðsta vald RSÍ á milli þinga sem haldin eru á fjögurra ára fresti. Sambandsstjórnarfundur fer yfir reikninga og ársskýrslu miðstjórnar og afgreiðir að lokum. Sambandsstjórn getur jafnframt breytt reglugerðum sjóða RSÍ en breytingar voru einmitt gerðar á reglugerðum Orlofs- og Styktarsjóðs. Breytingarnar miða að því að uppfylla samstarfssamning sem gerður hefur verið á milli Rafiðnaðarsambanda á Norðurlöndum (El&IT, Dansk El forbund, Elektrikerna, Sähköliitto og RSÍ). 
 
En með samkomulaginu er félagsmönnum viðkomandi félaga gefinn kostur á að ganga á milli félaga ef þeir flytja sig á milli vinnumarkaða/landa og fá félagsleg réttindi á viðkomandi stað. Þó ber að geta þess að ekki er nákvæmlega sama uppbyggina á sjóðum félaganna en þetta tryggir okkar félagsmönnum fullt aðgengi að félögum erlendis og þeirri þjónustu sem þau bjóða. Rétt er að benda á að fari félagsmenn á milli landa og ætla að tryggja aðgengi að viðkomandi félagi þá þurfa félagsmenn að skrá sig í viðkomandi félag innan 14 daga frá komu til viðkomandi lands.
 
Þegar félagsmenn koma aftur til Íslands og hafa samfellda greiðslusögu hjá RSÍ áður en farið er til vinnu erlendis, hafa jafnframt greitt í viðkomandi félag erlendis á meðan á dvöl stendur í viðkomandi landi, geta með því að staðfesta greiðslusögu fengið aðgang að Orlofs- og Styrktarsjóði við fyrstu greiðslu af íslenskum vinnumarkaði. Í stuttu máli þá njóta félagsmenn aftur fullra réttinda í þessum sjóðum við fyrstu greiðslu.
 
Við hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér reglugerðir sjóðanna.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?