Fréttir frá 2013

05 5. 2013

Ályktun vegna kjaraviðræðna

Logo RSÍ 2Sambandsstjórnarfundur RSÍ, haldinn dagana 3. og 4. maí, lýsir yfir áhyggjum vegna stöðu efnahagsmála hér á landi. Mikil óvissa er framundan á ýmsum sviðum. Nú þegar nýtt Alþingi kemur saman, með nýrri ríkisstjórn, óskum við eftir auknu samstarfi við að leita leiða til þess að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga.


Afar mikilvægt er að stjórnvöld, Alþingi Íslendinga og vinnumarkaður vinni að stöðugleika, enda er lág verðbólga leið til aukins kaupmáttar. Það verður ekki við það unað áfram að launahækkanir brenni upp á verðbólgubáli og skili launþegum ekki kaupmáttaraukningu. Vinna þarf að lausnum til lengri tíma og stuðla þar með að agaðri efnahagsstjórn.


Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?