Fréttir frá 2013

05 5. 2013

Ályktun um verðlagseftirlit

Vertu á verði!Ályktun um verðlagseftirlit Sambandsstjórnarfundur Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), haldinn á Akureyri dagana 3. og 4. maí 2013, lýsir yfir fullum stuðningi við verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands. Fundurinn telur þá aðferðafræði sem notuð er við eftirlitið uppfylla allar kröfur sem nauðsynlegar eru til þess að geta áttað sig á breytingum á vöruverði. Bornar eru saman upplýsingar af verðmerkingum verslana sem eru þær upplýsingar sem neytendur eiga að geta treyst í einu og öllu. Þrátt fyrir að ákveðnir aðilar í verslun telji ekki nægilegt að skrá það verð niður. Fráleitt er að neytendum sé gert að sæta þeim vinnubrögðum að annað verð sé birt á hillu en það sem síðan birtist á kassakvittun, enda ekki í samræmi við lög.

RSÍ hvetur Alþýðusambandið til þess að starfrækt sé virkt verlagseftirlit. Leggja skal aukna áherslu á að gera kannanir í þeim verslunum sem ekki vilja að slíkt sé gert. Það er réttur neytenda að vita hvaða verslanir hafa áhrif á verðbólgu landsins sem síðan kemur til hækkunar á skuldum landsmanna. Okkur ber að gera hvað við getum til þess að rjúfa vítahring verðbólgunnar!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?