Fréttir frá 2013

01 13. 2013

Hækkanir á ýmsum styrkjum

Hækkanir á styrkjumUm áramótin hækkuðu ýmsir styrkir sem RSÍ veitir til félagsmanna. Einhverjir styrkir hækkuðu umtalsvert, aðrir minna. Hér má sjá helstu breytingar en yfirlit yfir styrki styrktarsjóðs er að finna hér.

Hámörk styrkja breyttust með eftirfarandi hætti:

Líkamsræktarstyrkur fer úr 20.000 kr. upp í 25.000 kr.

Lækniskostnaður fer úr 80.000 kr. upp í 100.000 kr.

Styrkur vegna krabbameinsskoðunar verður að lágmarki 3.000 kr. og að hámarki 10.000 kr.

Hækkun á ferðastyrkjum er sem hér segir:

40 - 100 km úr 3.000 kr. í 5.000 kr.

100 - 250 km úr 6.000 kr. í 10.000 kr.

250 - 400 km úr10.500 kr. í 17.000 kr.

Lengra en 400 km úr 15.000 kr. í 25.000 kr.

Jafnframt hækkaði námskeiðsstyrkur upp í 25.000 kr.

Breytingar þessar tóku gildi um áramótin. Nánari reglur varðandi styrki má finna á síðunni "Styrkir". Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?