Fréttir frá 2013

01 11. 2013

Verðbólga og veiking krónunnar

Eiga launþegar einir að sitja eftir?Það hefur ekki farið fram hjá neinum að endurskoðun kjarasamninganna stendur yfir þessa dagana. Hinir ýmsu aðilar hafa fjallað um stöðuna og þar á meðal Seðlabanki Íslands. Aðalhagfræðingur SÍ hefur lýst því yfir að hækkun launa fólks á vinnumarkaði myndi fara beint út í verðlagið. Þetta hefur ítrekað komið fram í tengslum við gerð kjarasamninga.

Það virðist sem svo að allar launahækkanir launafólks séu orsök allrar verðbólgu hér á landi, að mati Seðlabanka Íslands. Það megi alls ekki hækka laun fólks enda fari það beint út í verðlag og valdi verðbólgu.

Ef við horfum til áranna 2010 og 2011, í janúar mánuði það ár var verðbólga 1,8% en fór hækkandi, gengi íslensku krónunnar hafði veikst um 13,76% gagnvart evru. Næstu mánuði á eftir veltu aðilar þeirri veikingu krónunnar út í verðlagið sem jók verðbólgu út árið 2011. Af hverju í ósköpunum ættu launþegar þessa lands að sætta sig við það að á meðan krónan hrynur og verðbólga er há að laun þeirra hækki ekki til að fylgja verðlagi?

Helsta ástæða verðbólgu er vegna hruns íslensku krónunnar sem Seðlabanki Íslands hefur afar takmarkaða stjórn á.

Af hverju eiga fyrirtæki, ríki og sveitarfélög að velta ÖLLUM gengisbreytingum út í verðlag? Af hverju þurfa verðskrár allra stofnanna, sveitarfélaga og fyrirtækja að fylgja verðlagi?

Af hverju í ósköpunum ættu launþegar einir að sitja eftir með sín launakjör á meðan ALLIR aðrir í íslensku hagkerfi tryggja sitt með því að hækka verðskrár?

Launþegar þessa lands munu ekki sætta sig við að sitja eftir í launakjörum á meðan aðrir tryggja sinn hlut.

Launþegar þessa lands eiga ekki einir að bera byrgðar þjóðarinnar á meðan fyrirtæki og ríki sækja sínar leiðréttingar af launþegunum sem eiga að sitja eftir að mati Seðlabanka Íslands!

Nú er ár aðgerða komið, munu kjarasamningar halda eða ekki? Munum við ná að nýta þetta ár, 2013, til þess að ALLIR taki sig saman og vinni gegn verðbólgu sem kemur öllum til góða?

Verði það ekki raunin munu launþegar einir ekki sætta sig við að sitja eftir!

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður RSÍ

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?