Fréttir frá 2011

10 20. 2011

World skills London 2011

World Skills London

World Skills keppninni lauk laugardaginn 8 okt.  Þar voru keppendur frá 51 landi/landshlutum.  Eins og áður hefur komið fram þá sendi FÍR keppanda á mótið en einnig voru þar keppendur í pípulögnum og hársnyrtiiðn, og gekk þeim öllum ágætlega.

worldskills2011

 

Meira en 200 þúsund gestir komu á keppnissvæðið á meðan keppni fór fram og var eftirtektarvert að sjá hversu mikil áhersla lögð var á að koma með grunnskólanemendur í keppninshöllina, allt niður í sjö ára aldur, og gefa þeim færi á, bæði að sjá hverning keppnin fór fram og einnig að reyna sig við verklega þætti er tengjast iðnnámi, þessa fjóra daga sem keppnin fór fram.

Á meðfylgjandi slóð má fá nánari fréttir af keppninni ásamt árangri keppenda hinna ýmsu greina.

http://www.worldskillslondon2011.com/


Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?