Fréttir frá 2011

04 29. 2011

Ályktanir um kjaramál og fl. á 17. þingi RSÍ

Ályktanir samþykktar á 17. þingi Rafiðnaðarsambandsins.

 

Ályktun um yfirstandandi gerð kjarasamninga

 

Nú hafa staðið yfir viðræður um endurnýjun kjarasamninga í 4 mánuði án árangurs. SA hefur reglulega gripið inn í viðræðurnar og blandað þar inn kröfum um niðurstöðu í auðlindamálum með ásættanlegri niðurstöðu að þeirra mati. Ákaflega skiptar skoðanir eru meðal þjóðarinnar um þessi mál og útilokað að blanda því saman við kosningar við afgreiðslu kjarasamninga.

 

SA sleit þessum viðræðum fyrir páska að kröfu LÍÚ. RSÍ gerði nokkrum dögum síðar 3ja ára kjarasamning við ELKEM án nokkurra afskipta LÍÚ.

 

17. þing RSÍ haldið 28. - 30. apríl 2011 telur að sá samningur hafi þar með orðið að lágmarksfyrirmynd þeirra kjarasamninga sem RSÍ mun gera, að öðrum kosti verði gerðir styttri kjarasamningar sem gilda fram í janúar 2012, en með sambærilegum upphafshækkunum.

 

17. þing RSÍ samþykkir að beina því til allra samninganefnda sambandsins að þær standi saman að því að ná fram þessum lágmarkskröfum og standi allar saman að allsherjarverkfalli sem önnur stéttarfélög innan ASÍ stefna að 25. maí 2011, til þess að tryggja að allir hópar nái fram lágmarkshækkunum kjara, með það að markmiði að endurheimta a.m.k helming þess kaupmáttartaps sem verð við Hrunið.

 

 

Ályktun um umhverfi og orkumál.

 

17. þing Rafiðnaðarsambands Íslands beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að þau styðji við könnun og þróun á vistvænum orkugjöfum. Verðmæti vistvænnar orku mun margfaldast á næstu áratugum.

 

Á tímum vaxandi umhverfisvitundar og vísbendinga um hnattræna hlýnun er þetta ekki hvað síst áríðandi þar sem flest bendir til að hver gráða hækkandi hitastigs jarðar geti valdið umfangsmiklum og kostnaðarsömum umhverfisbreytingum og jafnvel hörmungum. Íslendingar verða að stíga marktæk spor í þessum aðgerðum, ekki hvað síst í samgöngum og bendir þingið á þann þjóðhagslega sparnað sem hlýst af því að rafvæða bílaflota landsmanna.

 

Rafvæðing bílaflota landsmanna er afar þjóðhagslega hagkvæm, bæði hvað varðar kostnað í beinhörðum peningum, gjaldeyri, og ekki hvað síst með tilliti til umhverfisins.

 

Þingið hvetur stjórnvöld til að gera langtímaáætlun í orkuöflunarmálum og nýtingu orkunnar. Allir virkjanakostir séu vandlega skoðaðir og hagsmunir verndunar og nýtingar séu skoðaðir af yfirvegun.

 

Þingið bendir á að Íslendingar eiga mjög marga kosti til orkuöflunar, en einnig ýmsar náttúruperlur sem ástæða er að umgangast af virðingu og með varúð.

 

Ályktun um yfirstandandi gerð kjarasamninga

 

Nú hafa staðið yfir viðræður um endurnýjun kjarasamninga í 4 mánuði án árangurs. SA hefur reglulega gripið inn í viðræðurnar og blandað þar inn kröfum um niðurstöðu í auðlindamálum með ásættanlegri niðurstöðu að þeirra mati. Ákaflega skiptar skoðanir eru meðal þjóðarinnar um þessi mál og útilokað að blanda því saman við kosningar við afgreiðslu kjarasamninga.

 

SA sleit þessum viðræðum fyrir páska að kröfu LÍÚ. RSÍ gerði nokkrum dögum síðar 3ja ára kjarasamning við ELKEM án nokkurra afskipta LÍÚ.

 

17. þing RSÍ haldið 28. - 30. apríl 2011 telur að sá samningur hafi þar með orðið að lágmarksfyrirmynd þeirra kjarasamninga sem RSÍ mun gera, að öðrum kosti verði gerðir styttri kjarasamningar sem gilda fram í janúar 2012, en með sambærilegum upphafshækkunum.

 

17. þing RSÍ samþykkir að beina því til allra samninganefnda sambandsins að þær standi saman að því að ná fram þessum lágmarkskröfum og standi allar saman að allsherjarverkfalli sem önnur stéttarfélög innan ASÍ stefna að 25. maí 2011, til þess að tryggja að allir hópar nái fram lágmarkshækkunum kjara, með það að markmiði að endurheimta a.m.k helming þess kaupmáttartaps sem verð við Hrunið.

 

Ályktun um úrbætur í bótakerfinu

 

17. þing Rafiðnaðarsambands Íslands lýsir yfir vanþóknun á vinnubrögðum Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra. Hann hefur ítrekað í viðtölum við fjölmiðla hæðst af slökum kjarasamningum stéttarfélaga. Hann horfir fram hjá þeirri staðreynd að fall krónunnar sem er afleiðing slakrar efnahagstjórnunar stjórnvalda olli falli kaupmáttar ekki slakir kjarasamningar.

 

Ráðherra hefur nýtt sér þetta sem undanskot á ábyrgð á slöku bótakerfi, en eins og alþjóð veit það fer hann með ákvörðunarvald í því kerfi, ekki samtök launamanna. Undanfarna daga hefur ráðherra viðurkennt að staða öryrkja og annarra bótaþega sé óásættanleg. En hann hefur á einstaklega ósmekklegan hátt borið fyrir sig samtök launmanna á almennum vinnumarkað og gert þau ábyrg fyrir því að hann geti ekki gert endurbætur á kerfinu.

 

Hér heldur ráðherrann sig við fyrri lágkúru og er að beina reiði bótaþega að launamönnum á almennum vinnumarkaði. Í þessu samandi má benda á að í yfirstandandi viðræðum við gerð kjarasamninga hefur ríkisstjórnin tekið undir með SA um að fara ekki svokallaði krónutöluleið við sérstaka hækkun lægstu launa, sakir þess að það verði svo dýrt fyrir sveitarfélögin og ríkissjóð.

 

Hér situr hæstvirtur velferðarráðherra hringinn í kringum samningaborðið og er sjálfur að framkalla ómöguleikann við gerð kjarasamninga og hugsanlegar úrbætur á kjörum þeirra sem minnst mega sín, en beitir undanskotum og vill koma ábyrgðinni á eigin gerðum yfir á launamenn. 17. þing Rafiðnaðarsambands Íslands er sammála um að vart sé hægt að ná lægri hæðum á pólitískum vettvangi.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?