Fréttir frá 2011

04 29. 2011

Nýr formaður RSÍ

Nú stendur yfir 17. þing Rafiðnaðarsambandsins og fyrir þinginu lá að velja nýjan formann sambandsins

 

Guðmundur Gunnarsson formaður sambandsins lýsti því yfir á 16. þingi sambandsins fyrir 4 árum, að þetta væri hans síðasta kjörtímabil og ítrekaði það við setningu þingsins. Í framboði til formanns gáfu kost á sér Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Félags rafeindavirkja og Stefán Sveinsson formaður Félags íslenskra rafvirkja. Kristján Þórður náði kjöri.

Guðmundur sagðist vilja taka það fram að hann hefði fengið fjölmargar áskoranir um að endurskoða ákvörðun sína, en hann sagðist hafa tekið þessa ákvörðun fyrir allöngu síðan og vildi ekki breyta henni, Sér þætti vitanlega vænt um þessar áskoranir og þær kítluðu hégómgirnd hans, en í kjöri mjög frambærilegir menn og við blasti mjög drengileg kosning.

Stefán var síðan kjörinn sem varaformaður sambandins. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?