Fréttir frá 2011

04 7. 2011

Úthlutun orlofsaðstöðu innanlands - Sumar 2011

Úthlutun fór fram 7.apríl 2011. Umsóknarfrestur var frá 1.mars til 1.apríl 2011.

 Alls bárust 648 umsóknir og skiptist þannig;  630 rafrænt og 18 skriflegar. Úthlutun fengu 394 eða 61% innsendra umsókna. Höfnun fengu 254 eða  40% innsendra umsókna.

Til úthlutunar voru alls 676 eining (leigutímabil/orl.hús) sem skiptast þannig: Í orlofshúsum :  494 einingar og í tjaldvögnum:  182 einingar.

Sem fyrr er mesta aðsóknin í Skógarnes við Apavatn. Alls komu 64 umsóknarlínur í tjaldvagna, í boði eru 168 einingar. Tjaldvagnarnir hafa þann vana að fara allir í útleigu eftir að opnað er fyrir „fyrstur kemur fyrstur fær" á orlofsvefnum. Reynsla undangenginna ára er að allir vagnar eru í fullri leigu allt tímabilið. Vinsælast 2011: Nr.1:  Apavatn           Nr.2: Vaglaskógur      Nr.3: Varmahlíð        Nr.4: Akureyri. Flókalundur, Illugastaðir, Svignaskarð, Stykkishólmur og Ölfusborgir standa nokkuð jafnt í vinsældum. Nýir staðir í ár eru Vestmannaeyjar og Gufuskálar og var aðsókn góð þar.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?