Fréttir frá 2011

03 12. 2011

Ályktað gegn Ísrael

Norræna verkalýðshreyfingin er virkur þátttakandi í aðstoð við þróunarríkin, það á einnig við íslensku félögin.

 T.d. styður Rafiðnaðarsambandið svona starf í gegnum norræna byggingarsambandið. Á yfirstandandi þingi norska rafiðnaðarsambandsins eru veittir styrkir að upphæð um 16 millj. króna.

 

Helmingur þessa fjár fer til aðstoðar í Suður Ameríku. Í Bólivíu er stutt við skólastarf og verkalýðsbaráttu meðal indíána sem eru 65% af þjóðinni, en þar er að finna fátæka hluta þjóðarinnar sem hefur verið haldið niðri af valdastétt sem hefur verið dyggilega studd af bandarískum auðhringjum sem vilja geta nýtt ódýrt vinnuafl. Í Hondúras er stutt við verkefni jafnréttisbaráttu kvennahreyfinga.

 

Á þinginu var samþykkt mjög harðorð ályktun um stöðuna í Palestínu og henni fylgdi 2 millj. kr. styrkur, hér á þinginu eru gestir frá verkalýðshreyfingunni í Palestínu. Í ályktuninni er þess er krafist að Ísrael fari að samþykktum Sameinuðu þjóðanna, hætti ólöglegum aðgerðum og skili landsvæðum til Palestínu og felli múrinn sem skilur þjóðina í tvennt.

 

Norskur almenningur er hvattur til þess að sniðganga allar ísraelskar vörur og öllu samstarfi Noreg við Ísrael verði hætt. Öll sala á hernaðarvörum til Ísrael verði stöðvuð ásamt því að Sameinuðu þjóðirnar hvattar til þess að standa að alþjóðlegu viðskiptabanni gegn Ísrael þar til búið verði að sameina Palentíska þjóð.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?