Fréttir frá 2011

03 11. 2011

Kröfur um réttindi norskra rafiðnaðarmanna

Á þingi norska rafiðnaðarsambandsins áberandi krafa um breytingar í reglum um löggilt störf í rafgreinum.

 Þetta mál snertir íslenska rafiðnaðarmenn sem hafa farið til starfa í Noregi. Nokkrir þeirra hafa átt í vandræðum með frá réttindi sín viðurkennd. En nám og þekking íslenskra rafiðnaðarmanna er fyllilega sambærileg og hjá norskum.

 

Krafa er um að sá sem er faglega ábyrgur fyrir raflögn skal vera starfsmaður viðkomandi þess fyrirtækis sem ábyrgðina ber.

 

Allir sem starfa við löggilt störf í rafgreinum í Noregi skulu vera með viðurkennd norsk réttindi eða réttindi sem eru samsvarandi norskum kröfum. Það sama eigi einnig við um löggildingu rafverktaka.

 

Þeir sem eru í starfsþjálfun skulu hafa lokið tilskyldu lágmarksnámi og vera starfsmenn hjá viðurkenndum löggiltum rafverkaka.

 

Norska rafiðnaðarsambandið krefst þess að í engu verði slakað á öryggiskröfum gagnvart erlendum rafverktakafyrirtækjum. Opnun vinnumarkaðar, frjálst flæði vinnuafls á EES svæðinu og harkalegri samkeppni hafi þegar haft alvarlegar afleiðingar varðandi öryggi raflagna, þetta snerti rafiðnaðarmenn og ekki síður almenning. Stjórnvöld og rafiðnaðargeirinn verði að taka höndum saman í þessari baráttu.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?