Fréttir frá 2011

03 8. 2011

Rafkonur með hærri laun

Vegna umfjöllunar um launamun kynjanna fékk RSÍ spurningar um launamun innan rafgreina. Rafkonur eru með hærri laun.

 

Hjálagt eru svör frá RSÍ við könnun Háskólanna í Rvík og á Bifröst

 

Hefur stéttarfélagið einhverja stefnu hvað varðar launajafnrétti kynjanna?

 Svar : Það eru engar skilgreiningar milli karla og kvenna í kjarasamningum Rafiðnaðarsambandsins

 

 

Hvernig framfylgir stéttarfélagið þeirri stefnu? (Með eftirliti og/eða refsiaðgerðum, eða öðrum leiðum?)

Svar : Það hefur 2x gerst að rafkonur hafa kært að rafkarlar voru með hærri laun en konur, í báðum tilfellum kom í ljós að það var sakir þess að rafkarlarnir höfðu sótt aukalega fagtengd námskeið umfram konurnar, en kvartanir kvennanna urðu til þess að karlarnir voru lækkaðir í launum.   

 

Ef engin stefna varðandi launajafnrétti, af hverju ekki?

Svar : Vegna þess að þá væri verið að mismuna kynjum 

 

 

Stendur til að setja fram þess háttar stefnu?

Svar : Það er fullkominn samstaða um að gera það ekki

 

Í árlegri launakönnun sem Capacent gerði meðal rafiðnaðarmanna í september 2010 komu fram m.a. eftirfarandi upplýsingar. Þessi könnun hefur verið gerð árlega í 5 ár. Úrtakið var 1.172 eða um 20% félagsmanna RSÍ, 51% svaraði.

 

Meðal yfirvinnutími rafiðnaðarmanna með sveinspróf eða meira í september

Rafkonur 9 klst.

Rafkarlar 21 klst.

 

Meðalheildar laun

Rafkonur kr. 478.061

Rafkarlar kr. 461.667

Reiknað út frá sama vinnutíma, eru rafkonur með 10.2% hærri heildarlaun en rafkarlar

 

Meðalregluleg laun

Rafkonur kr. 426.164

Rafkarlar kr. 371.909

Rafkonur eru með 14,6% hærri regluleg laun en rafkarlar .

 

Þessar tölur hafa verið svipaðar niðurstöðum í fyrri könnunum. Þegar kannanirnar hafa verið birtar, hafa örfáir karlar, áberandi ungir rafkarlar, krafist þess að settar væru reglur til þess að jafna bil karla við konur, en því hefur algjörlega verið hafnað af hálfu stjórnar sambandsins.

 

Reykjavík 26. jan. 2011

Virðingarfyllst

Fh. Rafiðnaðarsambands Íslands Guðmundur Gunnarsson form.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?