Fréttir frá 2011

02 4. 2011

Hversu margir hafa farið erlendis?

Hvað eru margir rafvirkjar á Íslandi og hversu margir hafa flutt erlendis?

 

Sæll Guðmundur. Hef verið spurður um fjölda  rafvirkja á Íslandi. og hversu margir rafvirkjar hafi flutt  af landi brot í atvinnuleit. Vonandi hægt að svara þessu .

Kveðja Jean Jensen

 

Sæll Jean

Í Rafiðnaðarsambandinu eru í dag liðlega 5.000 félagsmenn, þeim hefur fækkað um 1.000 frá því þegar toppurinn var. Þar af eru það um 400 erlendir rafiðnaðarmenn sem hafa farið aftur til sín heima. Um 200 - 300 fóru aftur inn í skóla, þeir komu úr skólunum án þess að hafa lokið námi þegar mest var að gera, eins og oft áður. Svipaður hópur hefur farið annað hvort erlendis eða í önnur störf.

 

En eins og þekkt er hefur rafiðnaðarmönnum ætíð umfram aðrar stéttir tekist að finna sér önnur störf þótt atvinna minnki í rafiðnaðargeiranum um skeið. Atvinnuleysi hjá inna RSÍ hefur ætíð verið langminnst allra stétta. Það er í dag um 3% í Rafiðnaðarsambandinu öllu á meðan það er um 7- 8% á landinu öllu. Fjöldi atvinnulausra rafiðnaðarmanna hefur verið að sveiflast milli 160 - 230 einstaklinga frá Hruni. Um helmingur eru sveinsprófsmenn í löggiltum rafiðnaðargreinum, og hinn helmingurinn raftæknifólk mest í tölvu og símabransanum. Atvinnulausir rafvirkjar hafa verið milli 35 - 70 á sama tíma.

 

Þessu til viðbótar má benda á að um 150 - 200 eru að taka sveinspróf á hverju ári í rafgreinum, en þeir komast ekki allir í störf og koma þar af leiðandi ekki inn á skrár RSÍ. En við eðlilegt ástand ætti að leiða til um 3 - 4% fjölgunar í stéttinni árlega. En sveinsprófum ljúka um helmingi fleiri en þeir sem eru að hætta vegna aldurs, veikinda eða flutnings í önnur störf.

 

Þú spyrð um rafvirkja. Þeir eru um 2.000 í Rafiðnaðarsambandinu, um 300 í SART og svipaður fjöldi í öðrum stéttarfélögum. Og svo eru nokkrir sem starfa einir sem verktakar utan allra félaga, semsagt eitthvað innan við 3.000 starfandi rafvirkjar í landinu. Það eru síðan um 1.000 rafeindavirkjar og 250 símsmiðir í RSÍ og tæplega 2.000 tæknimenn.  

 

Það er ekki hægt að svara því nákvæmlega hversu margir rafiðnaðarmenn hafi verið erlendis, þar sem við sjáum ekki í félagaskránni hvert félagsmenn hafa farið, hvort þeir hafi farið í önnur störf, til náms eða erlendis.

 

En eftir því sem næst verður komist þá hafa um 10% rafvirkja farið erlendis, sumir alfarið og aðrir eru að störfum erlendis hjá íslenskum fyrirtækjum sem hafa tekið að sér verkefni aðallega í Noregi og nokkrir í Grænlandi.

 

Það sem er alvarlegast er að flestir þeirra sem eru að fara, eru velmenntaðir og flínkir tæknimenn með mörg framhaldsnámskeið í faginu. Það eru ekki endilega atvinnulausir menn sem eru að fara. Þetta eru menn sem eru eftirsóttir allstaðar og fara beint í góð störf erlendis. Þeir byrja að fara einir og eru síðan núna að senda eftir fjölskyldum sínum.

 

Þeir hafa verið að bíða eftir því að eitthvað færi að gerast hér, en hér ríkir stöðnun og virðist muni verða áfram. Stjórnmálamenn berjast gegn því að skipta um gjaldmiðil og tengjast betur ESB svæðinu, það eru landbúnaður og sjávarútvegur sem ráða landinu og þau vilja einangrun og engu má breyta. Þessir starfsgeirar eru ekki að bæta við nýjum störfum þeir hafa ef eitthvað er verið að fækka störfum einnig eru störf þar einhæf og illa borguð. Það þarf að fjölga störfum hér á landi um 20. þús á tveim árum ef hér á að skapast eðlilegt ástand.

 

Ef við skoðun starfsgeira rafiðnaðarmanna, þá hefur þróunin verið þannig að undanfarin 30 ár hefur engin fjölgun rafiðnaðarmanna verið í orkugeiranum búið að vera um 300 rafiðnaðarmenn í þeim geira síðan 1980, í landbúnaðar- og fiskvinnslu er líka búið að vera um 300 rafiðnaðarmenn og í byggingargeira hafa verið um 500 - 800 rafvirkjar og það er í þessum geira sem allt atvinnuleysi rafvirkja er. Á þessum tíma hefur rafiðnaðarmönnum fjölgað úr 2000 í tæplega 6.000 öll fjölgunin hefur verið í tækni og þjónustustörfum.

 

Tæknifyrirtækin sem hafa verið að bjóða upp á mesta fjölgun starfa, og mest spennandi störfin eru að flytja sig til ESB. Þau eru alfarið háð góðum viðskiptatengslum og, góðum lánamarkaði og ekki síður hlutabréfamarkaði.Við blasir stöðnun í starfsframa hér heima og það vilja ekki ungir velmenntaðir menn horfa upp á þeir vilja horfa upp á viðhaldi menntunar og starfstækifæra.

 

Einnig blasir við að það eru á þessum millitekjuhópum sem hækkandi skattar lenda harðast á og aðgerðir sveitarfélaga í niðurskurði og tekjutengingum í þjónustugjöldum og öðru sem talið er nauðsynlegt öllum heimilum í dag sakir þess að báðir foreldrar vinna úti.

 

Þetta fólk horfir framan í enn meir hækkun skatta og þjónustu gjalda, enn frekari niðurskurð í velferðarkerfinu. Það er þetta fólk sem á í mestum vandræðum með skuldirnar, vegna þess að það hafi efni á því að skuldsetja sig og hefur verið að koma undir sig fótunum og það er þetta fólk sem gerir mestar kröfur um spennandi störf og gott og fjölskylduvænt umhverfi. Það stendur því til boða á hinum norðurlandanna, „Strax í dag" eins og Stína Stuð söng í Sýrlandi.

Góðar kv Guðmundur 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?