Fréttir frá 2011

01 25. 2011

Fundur á Akranesi

Félagsfundur var í dag á Akranesi. Prýðileg þátttaka og er nú svo komið að viðbættum vinnustaðafundum sem haldnir hafa verið undanfarið að um 350 félagsmenn hafa sótt fundi undanfarna daga.

Akranes_2

Akranes_1

Farið var yfir hvernig umræður hafa þróast undanfarnar vikur og hefur verið lýst í pistlum undanfarna daga, auk þess var fjallað um stöðu lífeyrissjóðsins og ýmis atriði hvað hann varðar.

 

 

 

 

Fundarmenn eru ákaflega ósáttir við það skilyrði sem SA setur um kvótamál og margir velta fyrir sér hvað það sé sem sé hin raunverulega ástæða. Er SA farið að láta flokkspólitík ráða sinni stefnu? Víða hefur heyrst að forysta LÍÚ/SA ætlið sér hvað sem það kostar til þess að valda pólitískri óáran og koma hér öllu í bál og brand, bara til þess að verja sérhagsmuni eins hóps innan SA.

 

 

 

Allavega blasir það við að Vilhjálmur Egilsson er tala þessa dagana þvert á það sem hann hefur boðað og bent á sem helstu forsendur fyrir langtímasamninga og hvers vegna eigi að forðast óáran á vinnumarkaði og gera skammtímasamninga.  Það er allavega ekki heilbrú samhengi framsetninga forystu SA.

 

 

 

Þessi staða setur öll mál í ákaflega flókna stöðu. Aukin hætta er á að viðræður þeirra hópa sem verst standa, launalega og atvinnulega, muni dragast verulega og þeir muni dragast aftur úr þeim hópum sem betur standa.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?