Fréttir frá 2011

01 25. 2011

Fundur í Reykjanesbæ

Í hádeginu mánudag 24. jan. var haldin félagsfundur í Reykjanesbæ. Mjög góð mæting var á fundinum.

Fundur_Kef_2

Fundurinn var ákaflega svipaður og fyrri fundir. Farið var yfir stöðuna í kjaraviðræðum og hvaða valkostir væru í stöðunni. Mikið var rætt um launahækkanir, kaupmátt og verðbólgu. Hækkun lægstu taxta og svo almennra launa.

Fram kom að helsta von um bættan kaupmátt væri að koma atvinnulífinu af stað. Stöðu Helguvíkurframkvæmdanna og orkuframkvæmdir. Auk þess var farið yfir helstu atriði í lífeyrismálum og jöfnun lífeyrisréttinda. Þungt hljóð var í mönnum, ástand á Suðurnesjum væri slakt og gera þyrfti úrbætur strax. Mönnum leist í á það ef viðræður ættu eftir að taka langan tíma. En flækjustigið væri hátt og Samtök atvinnulífsins með miklar kröfur samfara kröfum samtökum launamanna. Eftir þennan fund hafa liðlega 300 félagsmenn sótt fundi undanfarna daga.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?