Fréttir frá 2011

01 18. 2011

Góður fundur á Akureyri

Í dag var haldin félagsfundur á Akureyri. Metmæting var á fundinum, eða um þriðjungur rafiðnaðarmanna á svæðinu.

AK_2011_6

Farið var yfir stöðu mála í sameiginlegum viðræðum um hugsanlega 3ja ára samning með það að markmiði að halda stöðugleika, ná fram styrkingu krónunnar og möguleika til kaupmáttarauka.

 

Fram kom að valið stæði um að hver hópur færi fram og reyndi að ná til sín því sem frekast kostur væri, sú leið gæti ekki leitt til annars en að þeir sem minnst megi sín og búi við erfiðustu starfsskilyrðin muni sitja eftir. Líklega leiddi það til þess að gerðir yrðu skammtímasamningar.

 

Hinn kosturinn væri að kanna hvað langtímasamningur biði upp á, bæði hvað varðar launahækkanir, ekki síður kaupmáttaraukningu í skjóli stöðugleika.

 

Undanfarin misseri hefði ríkt kyrrstaða, sem er afleiðing af þrefi stjórnmálamanna um alla skapaða hluti. Hagkerfið er keyrt áfram að einkaneyslu en engin fjárfesting er í gangi. Það getur ekki leitt til annars en vaxandi erfiðleika. Skuldsetning samfélagsins er í lagi ef hún fer í fjárfestingar sem koma til með að skila arði.

AK_2011_8

Hvaða hópar eru varðir í dag? Ef ekki næst samstaða er mestu líkur á að nokkrir hópar dragi til sín það sem til skiptana er og þeir sem minna mega sín sitji eftir. Það eru nokkrir hópar sem hafa skjól af ónýtri krónu, en það er á kostnað annarra hópa.

 

Semja verður um trúverðuga endurskoðun á samningstímanum, sem verði bundin við hvert samband ekki heildina. Helst væri horft til þeirrar leiðar að sérstök krónutöluhækkun kæmi á lægstu taxta, en þar að auki kæmu almennar launahækkanir. Styrkja þarf taxtakerfið en það hefur í vaxandi mæli verið að grípa millitekjuhópa sem hafa fallið mest allra í tekjum og um leið kaupmætti.

 

Starfsmenn fyrirtækja eru vera í samkeppni við bankana um þá lausu peninga sem eru í fyrirtækjunum. Bankarnir nýta sér stöðu sína og hrifsa allt lausafé út úr fyrirtækjunum áður en rætt er við starfsmenn og um laun þeirra. Eigendur fyrirtækjanna eru að greiða sér arð jafnvel þó eiginfjárstaða sé öfug og það sé ólöglegt. Eitt meginverkefnið í yfirstandandi kjarasamningum er að taka á siðferði í atvinnulífinu. Launamenn eru oftast algjörlega hlunnfarnir og fjármagnseigendur sitja að kjötkötlunum.

 

Niðurstaða fundarins var að það væri ábyrgðarleysi að kanna ekki til hlítar hvað launamönnum stæði til boða með samstarfi á vinnumarkaði, ekki væri hægt að hafna einhverju sem ekki væri þekkta. En herða verði á framgangi mála og fá sem fyrst niðurstöður í þessar viðræður. Þannig að hægt sé að taka til við viðræður um sératriði hópanna.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?