Fréttir frá 2010

11 12. 2010

Ályktun um menntamál

Á trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ var samþykkt eftirfarandi ályktun um menntamál

 

Trúnaðarmannaráðstefna Rafiðnaðarsambands Íslands hvetur stjórnvöld til að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í menntamálum og þó sérstaklega að þeim málum sem snúa að verknámi. Á þessum erfiðu tímum þegar nauðsynlegt er að draga úr útgjöldum ríkisins, þá ber að horfa til framtíðar og stuðla að aukinni tæknimenntun líkt og rafeindavirkjun og öðrum rafiðngreinum. Þessar greinar spila stóran þátt í þeim væntingum sem þarf til þess að byggja upp öflug fyrirtæki í hátækniiðnaði. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja kvarta yfir skorti  á starfsfólki með þessa þekkingu nú þegar.

Nú er svo komið að framhaldsskólar hafa þurft að skera verulega niður og er sá niðurskurður þegar farinn að bitna á námsframboði fyrir ungt fólk og fólk sem áhuga hefur á aukinni menntun.  Raftækniskólinn þurfti að vísa 40 einstaklingum frá í rafiðngreinum í haust og þar af voru 10 nemendur sem búnir voru með 2 ár í námi og ætluðu að klára rafeindavirkjun en sökum niðurskurðar var eingöngu mögulegt að hleypa 18 nemendum áfram.

Á næsta ári er farið fram á enn meiri niðurskurð sem gerir það að verkum að einhverjir skólar ætla að takmarka aðgengi að verknámi með því að taka eingöngu nýnema inn að hausti. Það er grundvallar atriði að gefa fólki kost á að sækja sér aukna menntun til þess að unnt sé að byggja upp öflug fyrirtæki og þar með fjölbreyttari störf og bjartari framtíð Íslands!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?