Fréttir frá 2010

11 7. 2010

RSÍ vinnur mál fyrir Félagsdómi

Uppsögn Háskólans á Bifröst á öryggistrúnaðarmanni var dæmd ólögmæt með dómi Félagsdóms sem kveðinn var upp þann 1. nóvember sl. Í málinu sem var höfðað af Rafiðnaðarsambandi Íslands vegna öryggistrúnaðarmannsins var deilt um lögmæti uppsagnar á trúnaðarmanninum á grundvelli 11. gr. laga nr. 80/1938.

 Það var niðurstaða dómsins að uppsagnarástæða hafi eingöngu byggst á rekstrarástæðum þar sem valið stóð á milli öryggistrúnaðarmannsins og annars starfsmanns. Við slíkar aðstæður hafi uppsögnin verið brot á meginreglu 2. máls. 11. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur um að við fækkun starfsmanna skuli trúnaðarmaður að öllu jöfnu sitja fyrir um að halda vinnunni.

 

Í málinu var deilt um hvort öryggistrúnaðarmaðurinn hefði verið löglega skipaður til starfans en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 46/1980 skulu starfsmenn kjósa tvo menn til að gegna starfi öryggistrúnaðarmanna. Slíkar kosningar fóru ekki fram en val öryggistrúnaðarmanna tilkynnt Vinnueftirliti. Öryggisnefnd sinnti ekki hlutverki sínu en starfsmaðurinn sótti þó m.a. námskeið fyrir trúnaðarmenn. Það var niðurstaða dómsins að doði í rækslu öryggismála hjá stefnda, þ.e. Háskólans, gæti ekki skipt sköpum um það hvort starfsmaðurinn teldist hafa verið öryggistrúnaðarmaður og þótti nægilega sýnt fram að starfsmaðurinn hafi verið öryggistrúnaðarmaður í skilningi laga.

 

Stefnandi hélt því fram að þar sem engar ástæður hafi verið gefnar fyrir uppsögn hans hafi ekki annað verið hægt að álykta en að hann hafi verið látinn gjalda starfa sinna sem trúnaðarmaður. Dómurinn féllst ekki á að uppsögin hafi verið ólögmæt að þessu leytinu til. Uppsögnin tengdist sparnaðarráðstöfunum og hafi valið staðið á milli öryggistrúnaðarmannsins og annars starfsmanns.

 

Ekki voru sýndar fram á nægilega ríkar ástæður fyrir þeirri ákvörðun að segja öryggistrúnaðarmanninum upp störfum. Við slíkar ástæður hafi uppsögnin verið brot á meginreglu 2. máls. 11. gr. laga nr. 80/1928 um stéttarfélög og vinnudeilur um að við fækkun starfsmanna skuli trúnaðarmaður að öllu jöfnu sitja fyrir um að halda vinnunni.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?