Atvinnulausum fækkar aftur frá síðasta mánuði, þá voru þeir 205 en eru nú 170.
Fjöldi skráðra félagsmanna RSÍ á atvinnuleysiskrá
Nóv. 08 |
Jan. 09 |
Apr 09 |
Júl. 09 |
Nóv. 09 |
Jan. 10 |
Maí 10 |
Júl. 10 |
Sept. 10 |
Okt. 10 |
|
Rafvirkar |
31 |
38 |
124 |
33 |
63 |
63 |
79 |
48 |
58 |
44 |
Rafeindav. |
7 |
20 |
43 |
21 |
83 |
32 |
31 |
25 |
33 |
27 |
Símsmiðir |
2 |
5 |
5 |
4 |
4 |
5 |
6 |
3 |
4 |
2 |
Tæknifólk |
18 |
53 |
157 |
66 |
95 |
88 |
95 |
68 |
105 |
92 |
Raf.nemar |
4 |
4 |
12 |
6 |
7 |
7 |
5 |
4 |
5 |
5 |
Samtals |
62 |
123 |
341 |
130 |
205 |
195 |
216 |
148 |
205 |
170 |
Frá aldamótum fram að Hruni okt. 2008 var skráð atvinnuleysi í rafiðnaðargeiranum á bilinu frá 2% til 0,3%, líklega að mestu menn sem voru á milli starfa eða koma úr námi. Mikil skortur var á rafiðnaðarmönnum upp úr 2004 og fyrirtækin sóttu mikið af hálflærðum mönnum inn í skólana, auk þess að erlendum rafiðnaðarmönnum fjölgar töluvert á íslenskum vinnumarkaði á þessum tíma.
Hlutfallslegt atvinnuleysi. Tölurnar í töflunni eru miðaðar við júní ár hvert.
Ár |
2000 |
2001 |
2002 |
2003 |
2004 |
2005 |
2006 |
2007 |
2008 |
2009 |
2010 |
|
Fjöldi |
3.898 |
4.022 |
4.251 |
4.630 |
4.715 |
4.825 |
5.124 |
5.544 |
5.950 |
5.223 |
4.945 |
|
Atv.leysi |
2% |
1,4% |
0,7% |
0,5% |
0,4% |
0,3% |
0,3% |
0,2% |
0,2% |
5.7% |
3% |
|
(Þessar tölur eru „heilsársmenn", þ.e. auk þeirra sem greiddu félagsgjöld allt árið, eru aðrir umreiknaðir þannig að út komi heilsársstörf.)
Í töflunni kemur glöggt fram að skráð atvinnuleysi segir ekki nema hluta til um ástandið á vinnumarkaði rafiðnaðarmanna. Skipta má fækkuninni eftir Hrun í þrjá hluta. Þriðjungur voru erlendir rafiðnaðarmenn sem fóru heim aftur. Svipaður fjöldi rafiðnaðarmanna fór aftur til náms og þriðjungur hefur farið erlendis eða í önnur störf. Það er ekki hægt að sjá þessar tölur nákvæmlega í félagskránni. Stærsti hluti þeirra sem fór erlendis fór til Noregs eða hinna Norðurlandanna. Umtalsverður fjöldi rafiðnaðarmanna á byggingamarkaði og í þjónustustörfum eru í dag með uppsagnarbréf.
Skipting starfa innan rafiðnaðargeirans .
Ár |
1970 |
1980 |
1990 |
2000 |
2008 |
2009 |
2010 |
Orkugeiri |
200 |
230 |
250 |
250 |
270 |
250 |
220 |
Byggingariðnaður |
200 |
280 |
300 |
300 |
450 |
350 |
250 |
Tækni- og þjónusta |
30 |
310 |
1.100 |
2.930 |
5.130 |
4.450 |
4.300 |
Sjávar- og landbún |
50 |
80 |
100 |
120 |
150 |
150 |
130 |
Alls |
480 |
900 |
1.800 |
3.600 |
6.000 |
5.200 |
4.900 |
Það blasir við í þessari töflu að öll fjölgun starfa á vinnumarkaði rafiðnaðarmanna hefur verið á sviði tækni og þjónustu og það er ekkert sem bendir til breytinga á því sviði. Forsvarsmenn helstu fyrirtækja á þessu sviði hafa ítrekað komið fram opinberlega og bent á að fyrirtækin geti ekki starfað við þá óvissu sem örgjaldmiðill býður upp. Enda eru flest þessara fyrirtækja búinn að skipta yfir í Evru og hluti launa hjá sumum þeirra er greiddur út í Evrum. Flest þessara fyrirtækja hafa verið að stækka erlendis og segjast geta með stuttum fyrirvara ef skipt verði um gjaldmiðil flutt um 2 - 3.000 störf til Íslands.
Þróun kaupmáttar.
Í könnun sem gerð var fyrri hluta árs 2008 voru meðalheildarlaun íslenskra rafiðnaðarmanna um 500 þús. eða svipuð og í Noregi og kaupmáttur sá hæsti á Norðurlöndum, en meðalvinnutími rafiðnaðarmanna var 45 klst. á viku meðan hann var 40 klst. annarsstaðar á Norðurlöndum. Föst laun voru svipuð og í Danmörku nokkuð lægri en í Noregi hærri en í Svíþjóð og nokkuð hærri en í Finnlandi. Í dag eru laun íslenskra rafiðnaðarmanna um það bil helmingi lægri en laun rafiðnaðarmanna í Noregi, rafiðnaðarmenn í Noregi fá 230 Nkr á tímann í dagvinnu, danskir rafiðnaðarmenn eru með um 210 Dkr, rafiðnaðarmenn á Íslandi eru með um 100 Dkr. auk þess að verðlag hefur hækkað, skuldir snaraukist og kaupmáttur fallið.
Þetta er ekki fyrsta skipti sem launamenn ganga í gegnum efnahagssveiflu, en hún er mikið stærri núna en áður. Þar má minna á stóru niðursveifluna 1968 - 1972 og svo mikla fallið fyrir 1990, og svo um aldamótin. Alltaf hefur það verið leiðrétt af stjórnmálamönnum með því að fella krónuna og um leið eyðilagt kjarabaráttu launamanna auk eignatilfærslu til fárra.
Frá stofnun Rafiðnaðarsambandsins árið 1970 hefur RSÍ samið um 3.600% launahækkanir á almennum töxtum sambandsins, á sama tíma hafa rafiðnaðarmenn í Danmörk samið um 330%. Sveigjanleiki krónunnar er því dýru verði keyptur og það eru launamenn sem borga þann brúsa, t.d. með því að borga þegar upp er staðið 4 - 5 sinnum meira en t.d. Danir og Svíar fyrir þakið sem hann byggir yfir sig og sína. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamunur við útlönd að meðaltali um 5%. Gengi krónunnar var nánast hið sama í lok þessa tímabils og það var í upphafi.