Fréttir frá 2010

10 21. 2010

Spurningavagn RSÍ föstudag 15. okt. 2010

RSÍ sendi út spurningar á tölvupóstfang félagsmanna allra hinna 10 aðildarfélaga. Tekin voru algengustu sjónarmið úr í umræðunni í fjölmiðlum næstliðinna daga og spurt um þau.

 

 

Er það raunsætt að hægt sé að fella niður skuldir allra heimila um 18%?

  • 52% sögðu já. Gefnir voru 2 möguleikar með já svari. Það skiptist þannig að 38% sögðu já að það væri raunsætt að fella skuldir niður, en töldu nauðsynlegt að leggja áherslu á að koma atvinnulífinu af stað. 14% sögðu já það væri nægileg aðgerð lækka skuldir um 18%

 

  • 48% sögðu nei. Gefnir voru 2 möguleikar með nei svari. Það skiptist þannig að 27% vildu frekar beina öllu fjármagninu í atvinnulífið, það myndi skila meiri árangri. 21% sögðu að 18% niðurfelling breytti litlu fyrir þá sem verst væru staddir, það myndi verða tekið tilbaka í skerðingum í velferðarkerfinu og hækkun skatta.

 

Hvað á að gera til þess að hjálpa fólki úr skuldavandanum?

  • 56% vildu flatan niðurskurð til allra, jafnræði ætti að gilda.
  • 34% vildu beina þeim fjármunum sem væru til ráðstöfunar í niðurskurð hjá þeim sem hægt væri að hjálpa, en sleppa þeim hóp sem væri í vonlausri stöðu og þeim sem gætu bjargað sér
  • 10% vildu að ekki væri gripið til aðgerða.

 

Á að láta lífeyrissjóðina taka þátt í niðurfellingu skulda heimilanna?

  • 55% sögðu nei. Gefnir voru 2 möguleikar með já svari. Helmingur sagði að það væri ólöglegt að greiða út úr sjóðunum til annars en lífeyrisbóta eða örorkubóta. Hinn helmingurinn sögðust ekki vilja að teknir séu fjármunir úr sjóðunum til þess að greiða niður skuldir fólks.

 

  • 45% sögðu já. Gefnir voru 2 möguleikar með já svari. Það skiptist þannig að 31% vildu að lífeyrissjóðir stæðu einungis undir niðurfellinga á sjóðsfélagalánum, þrátt fyrir að það myndi skerða réttindi í sjóðnum um 2%. 14% vildu að lífeyrissjóðir stæðu undir niðurfellingu á sjóðsfélagalánum og einnig lánum Íbúðarlánasjóðs, þrátt fyrir að það myndi skerða réttindi í lífeyrissjóðnum um 10%.

Einungis 14% sætta sig við að teknir verði fjármunir úr lífeyrissjóðunum og nýttir til almennrar skuldajöfnunar.   

Fram kom að það að samkvæmt könnunum þá ættu einungis um 50% þeirra sem væru í almennu lífeyrissjóðunum eigið húsnæði og skyldu ekki hvers vegna þeir ættu að sætta sig við að sparifé þeirra væri notað til þess að greiða húsnæðisskuldir annarra.  

 

Ef gripið verður til samfélagslegra aðgerða til þess að fella niður skuldir heimilanna, hvaða aðferð myndir þú vilja að væri farinn?

  • 59% völdu þá leið að ef fella ætti niður lán til húsnæðiskaupa, þá ættu lífeyrissjóðirnir taka sinn hluta, en ríkið að sjá um kostnaðarhluta Íbúðarlánasjóðs.
  • 29% völdu þá leið að ef fella ætti niður lánin ættu lífeyrissjóðir að fjármagna tap Íbúðarlánasjóðs, auk sjóðsfélagalána.
  • 12% völdu þá leið að ef fella ætti skuldir niður þá ætti að fjármagna það alfarið með aukaskatti í gegnum ríkissjóð

 

Hvað af neðantöldu finnst lýsa best þeim samfélagslegar aðgerðir sem ætti að fara í til þess að laga stöðuna á vinnumarkaði?

  • 66% sögðu að klára ætti þær stóriðjuframkvæmdir sem þegar eru hafnar, setja kraft í endurnýjun og viðhald húsnæðis ríkis og sveitarfélaga og auka vegaframkvæmdir og styðja við sprota og hátæknifyrirtæki
  • 20% sögðu að beina ætti kröftunum í sprota- og tæknifyrirtækjum, en setja stopp á stóriðjuna.
  • 14% sögðu að fjölga ætti álverum og virkja allt sem hagkvæmt er, gera átak í sprota- og há tæknifyrirtækjum og flytja út umfram orku.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?