Fréttir frá 2010

10 4. 2010

Svikin loforð, sem eru þó enn grundvallaratriði

Starfsaðferðir íslenskra stjórnmálamanna einkennast að hafna beri öllum hugmyndum sem koma annarstaðar frá. Átakastjórn mál sem engu skila.

 Það sé sigur ef það tekst að koma í veg fyrir að hugmyndir annarra nái fram að ganga, jafnvel þó það blasi við að þær séu góðar. Ég lýsti því í pistlum haustið 2007 og svo vorið 2008 hvernig Geir H. Haarde og ráðuneyti tóku á móti sendinefndum atvinnulífsins og gerði gys af þeim, þar sem verkalýðshreyfingin varaði við því hvert stefndi og til hvaða aðgerða þyrftu að grípa.

 

Ríkisstjórn Geir H. Haarde var þvinguð til þess í kjarasamningum í febrúar 2008 að undirbúa aðgerðir gagnvart heimilunum. Skerðingarmörk barnabóta og vaxtabóta voru hækkuð. Hækka átti persónuafslátt á næstu 3 árum. Einnig var hún fengin til þess að grípa til aðgerða við uppbyggingu félagslegra íbúða og stuðning við leigumarkaðinn.

 

Húsaleigurbætur átti að hækka, rýma átti veðheimilidir á lánum til byggingar leiguhúsnæðis og fjölga þeim um amk 750 á ári í fjögur ár frá og með árinu 2009. allt þetta skrifaði ríkisstjórnin undir 17. feb. 2008, eftir mikla eftirgangsmuni verkalýðshreyfingarinnar. Stöðugleikasáttmálinn var reistur á þessum grunni með viðbót um  uppbyggingu atvinnulífs og breytta gjaldmiðils- og efnahagsstefnu til framtíðar. En allt þetta hefur verið svikið.

 

Það liggur fyrir í dag að ríkisstjórn Geirs vissi mun betur en við hvert stefndi og hefði hún  átt sjálfviljug að grípa til ennfrekari aðgerða, en ekkert var gert. Þar aðgerðir hefðu mildað hinar svakalegu afleiðingar kerfishrunsins, en hún gerði ekkert og afleiðingarnar blasa við.

 

Það sem gerist á næstu vikum mun hafa gríðarleg áhrif. Hvert viljum við stefna? Hvers konar atvinnulíf viljum við byggja upp? Ríkistjórnin verður að skapa stöðu til þess að kaupa upp íbúðir áður en þær fara á nauðungaruppboð og búa til leigumarkað. Séreignastefnan að keyra allt í kaf, en hún hefur reyndar verið talinn eina leiðin til þess að eiga sparifé sem stjórnmálamenn geti ekki slátrað með gegnisfellingum. En núna er það séreignarstefna sem er hengingaról margra fjölskyldna. Á Íslandi eru það um 85% fjölskyldna sem eiga sitt húsnæði á meðan það er um 60% annarstaðar á Norðurlöndum. Í hinu stöðuga Þýskalandi er það um 50%.

 

Ísland hefur lagt mikla fjármuni í að mennta upp fólk. Sú menntun mun ekki nýtast í fiskvinnslu, landbúnaðarstörfum eða í álverum. Það þarf að skapa umhverfi þar sem menn vilja fjárfesta í nýjum atvinnutækifærum. Það er ekki gert með því að hækka skatta og vera með gjaldeyrishöft.

Við þurfum fleiri störf þar sem menntun fólksins nýtist og kemur í veg fyrir að það flytjist annað. Undirstaða hagkerfisins er að finna í atvinnulífinu, þar fer fram hin raunverulega verðmætasköpun og framleiðsla til útflutnings. En núverandi ríkisstjórn stefnir í allt aðra átt.

 

Krónan er spilapeningur LÍÚ, við getum hvergi notað hana annarsstaðar en hér á landi. Þetta er eins og staðan var fyrir rúmri öld þegar útgerðarfyrirtækin voru hvert fyrir sig með sína eigin peninga og menn gátu einungis nýtt þá í tilteknum verzlunum. Við erum íosömu stöðu í dag, getum ekki selt húsið okkar og farið á eftir börnum okkar til Norðurlandanna eða til Spánar þar sem ódýrt er að lifa.

 

Eins og spáð var verður sífellt erfiðara að losna við gjaldeyrishöftin. Lágt gengi krónunnar eykur skuldir allra. Núverandi ríkisstjórn virðist halda að það séu skapaðar tekjur með því að ráða sem flesta ríkisstarfsmenn og skattleggja þá. Þannig getum við staðið undir norrænu velferðarkerfi.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?