Fréttir frá 2010

09 23. 2010

Viðræðuáætlanir

Samkvæmt lögum um samskipti á vinnumarkaði eiga aðilar kjarasamninga að gera viðræðuáætlun 10 vikum áður en gildandi kjarasamningu rennur út.

 

 

Fjórir af kjarasamningum rafiðnaðarmanna renna út 30 nóv. 2010, það eru samningar við SA, Fjármálaráðueytið, Félag atvinnurekenda (áður Samtök verzlunar) og Alcoa. Þessa dagana er verið að ganga frá viðræðuáætlunum við þessa aðila.

 

Um áramótin renna út kjarasamningar RSÍ við Landsnet, Landsvirkjun, Orkuveituna, Norðurorku, HS-orku, Rarik, Kögun, Símann, Kvikmyndahúsin og Riotinto. Samningur RSÍ við Reykjavíkurborg er laus.

 

Viðræðuáætlun skal tilgreina samningsmarkmið aðila og fyrirkomulag viðræðna. Eins og staðan er nú er óljóst hvort aðilar munu fara saman í heildarviðræður eða hver semji fyrir sig. Þar hefur helst verið bent á þá ræður þar öllu staða ríkisstjórnar er gagnvart Stöðugleikasáttmálanum og hvað hún mun leggja fram til málanna.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?