Fréttir frá 2009

11 13. 2009

Umræður á trúnaðarmannaráðstefnu

Trúnaðarmannaráðstefnuna sóttu um 90 trúnaðarmenn auk nokkurra gesta eða um 100 manns.

 

Hún hófst með setningu formanns RSÍ. Þar á eftir ávörpuðu Iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir og forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson ráðstefnuna. Sigrún Sigurðardóttir fjallaði um starfsemi starfsendurhæfingarsjóðs. Halldór Oddson lögmaður RSÍ fjallaði um höfundarétt og skerðing atvinnuleitar við uppsögn Halldór Oddsson lögmaður RSÍ.

 

Seinni dagur hófst með erindum Páls Skúlasonar fyrrv. rektors Háskóla Íslands og Stefáns Einars Stefánssonar Háskólanum í Reykjavík og svöruðu þeir spurningunni; Hvað gerðist og hvert eigum við að stefna?

 

Á eftir var hópavinna og fjallað um framtíðarsýn rafiðnaðarmanna. Miklar og fjörugar umræður voru á þinginu og víða komið við.

 

Fjölmiðlar voru harkalega gangrýndir fyrir óvönduð vinnubrögð. Þáttur þeirra í aðdraganda Hrunsins var mikill og getuleysi í efnislegri umfjöllun afar mikil. Umfjöllun þeirra beinist að neikvæðu niðurrifi og sú mynd sem fjölmiðlar draga upp af starfsemi stéttarfélaga alröng og einkennist af fullkomnu þekkingarleysi. Sífellt eru leiddir fram á sjónarsviðið þekktir fjölmiðlasæknir kverólantar og fram fer keppni í leðjuslag, en fjölmiðlar sinna í engu að kynna sér víðtæka starfsemi stéttarfélaga. Sjaldan eru niðurstöður meirihluta kynntar og aldrei forsendur fyrir þeim.

 

Áberandi var í ávörpum og umræðum á ráðstefnunni harkaleg gagnrýni á stjórnmálamenn. Tengslaleysi þeirra við þjóðina og furðuleg viðbrögð þeirra þegar almenningur vill koma á framfæri vilja sínum um stefnumarkandi ákvarðanir. Andstaða þingmanna gangvart endurskoðun á stjórnarskrá og stjórnlagaþing endurspeglar hræðslu þeirra að missa þau völd sem þeir hafa hrifsað til sín.

 

Getu- og dugleysi stjórnmálamanna var gerandi í mótun þeirra aðstæðna sem ullu Hruninu. Háværar kröfur voru um að breyta yrði viðhorfum stjórnmálamanna gagnvart samskipti við kjósendur/almenning milli kjördaga.

 

Trúnaðarmannaráðstefnan fordæmdi þau vinnubrögð sem Alþingi íslendinga hefur viðhaft á þessu ári, sem hefur skaðað íslensk heimili og fyrirtæki umtalsvert. Þar má benda á ýmis atriði ekki síst ábyrgðarleysi í Icesavemálinu og það málþóf sem þeir við hafa ítrekað viðhaft.

 

Endurtekin afskipti stjórnarmanna í VR, Verkalýðsfélagi Akranes og Verkalýðsfélags Húsavíkur af innri málum RSÍ og kjarabaráttu sambandsins var mótmælt og aðdróttanir þessara félaga í garð forystumanna rafiðnaðarmanna fordæmdar. Og lýst var furðu á vinnubrögðum þáttastjórnenda við að taka þátt í athöfnum þessara við að draga störf öflugra stéttarfélaga niður í svaðið. Rafiðnaðarmenn eru fullfærir um að taka  ákvarðanir um sín mál og marka þá stefnu sem þeir fylgja í kjarabaráttu sinni, og hafa engan áhuga að taka þátt í innistæðulausum yfirboðum.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?