Fréttir frá 2009

11 11. 2009

Félagsfundur Reykjanesbæ

Í hádeginu í dag var haldin félagsfundur í Reykjanesbæ. Fundurinn var vel mjög sóttur eins og aðrir félagsfundir sem haldnir hafa verið undanfarið.

Launakönnunin var kynnt og farið yfir stöðuna á vinnumarkaði rafiðnaðarmanna.
Umræður voru góðar og víða komið við. Skattar, framlenging kjarasamninga, lífeyrissjóðsmál og fjölmiðlaumræðan. Einnig var farið yfir rekstur sambandsins og bótakerfið. Undanfarnar vikur er búið að halda félagsfundi á Reyðarfirði, Sauðárkrók, Akureyri, Reykjavík og svo fundurinn í dag. Rúmlega 200 félagsmenn sótt fundina.

Eftirtektarvert er hversu allt annar bragur er á þeirri umræðu sem fram fer á fundunum, en tilteknir einstaklingar sem eru í uppáhaldi fjölmiðla vilja halda fram að sé ríkjandi í verkalýðshreyfingunni. 

Á morgun verður trúnaðarmannaráðstefna RSÍ sett á Selfossi, hún mun standa fram á föstudag. Tæplega 100 trúnaðarmenn hafa tilkynnt þátttöku.  

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?