Fréttir frá 2009

11 5. 2009

Kolefnalosun í byggingariðnaði

Ársfundur Norræna byggingarsambandsins stendur nú yfir í Stokkhólmi. Umhverfismál taka mikið rými í dagskránni.

Loftslagsbreytingar hafa verið miklar undanfarin 150 ár. Helstu orsakir er að finna í vexti iðnaðar í hinum svokölluðu þróuðu ríkjum. Sé litið til ályktana Sameinuðu þjóðanna þá er allra helstu orsaka loftslagsbreytinga að finna í hátterni mannkyns. Hátterni okkar hefur mótast undanfarna áratugi af hátterni frjálshyggjunnar, sem líkja má við að hestum sé sleppt lausum og eftirlitslausum út á ræktaða mörkina. Þeir vaða strax að bestu bitunum og hrifsa þá til sín og troða allt niður sem á vegi þeirra verður án tillits til afleiðinganna.

 

Enn höfum ekki náð botninum, og verra ástand nálgast hratt. Viðnám við loftslagsbreytingum er veigamesta verkefni mannkyns á 21 öldinni. Við erum tilneydd að breyta lifnaðarháttum, má þar t.d. benda á einn af daglegum þáttum. Ef litið á framleiðsluferli kaffis þá þarf 14 lítra af vatni til þess að framleiða það kaffi sem er í einum meðalstórum kaffibolla. Vatn er eitt af þeim atriðum sem blasir við að muna verða skortur á í náinni framtíð. Aukin tækniþekking hefur nú þegar minnkað útblástur mikið, en stjórnvöld verða að setja enn meiri fjármuni til rannsókna í þessum efnum.

 

Í byggingar- og tréiðnaði vinna um 200 millj. manns í heiminum öllum. Á norðurlöndum er það um 700 þús. manns. Þessi iðnaður hefur mikil áhrif á útlosun kolefna. Eyðing skóga er næststærsta orsök kolefnaútlosunar, eða 18%. Byggingariðnaður veldur 8% af kolefnaútlosun. Mesta útlosunin er vegna orkuframleiðslu, þar er helsti orsakavaldur nýting jarðefna við framleiðslu orku.

graf 

 Stjórnvöld verða að vera í forystu um í baráttunni við að ná viðsnúning í þessari þróun. Pólitísk stefnubreyting verður að eiga sér stað. Nokkrar ríkisstjórnir hafa nú þegar tekið veigamiklar ákvarðanir. T.d. hafa frönsk stjórnvöld ákveðið að tvöfalda hraða við endurbyggingu eldri húsa með græn sjónarmið að leiðarljósi. Fyrir árslok 2015 á að vera búið að endurbyggja 800. þús. byggingar með betri orkunýtingu og sjálfbærni að leiðarljósi. Þjóðverjar tóku þessa ákvörðun árið 1998, og það hefur skapað 2 milljón starfa í Þýskalandi, samfara samdrætti í losun kolefna. Stjórnvöld í Hollandi hafa gengið fram samþykktum um endurnýja 200 - 300 þús. íbúðir á ári næstu árin. Nokkur önnur lönd þar á meðal Bretland hafa sett fram markmið í minnkun orkunotkunar og einnig fækkun orkuvera sem nýta jarðefni. Grænn byggingariðnaður er vaxandi í Bandaríkjunum og stendur á traustum fjárhagslegum fótum, á meðan hinn almenni byggingariðnaður er í vanda.

 

Tré eru einstök hvað varðar baráttu gegn útblæstri, sakir þess hversu mikið af kolefnum þau binda. Við brennslu trjáviðar losnar sama magn kolefnis og þau hafa bundið í vexti. Hver rúmmetri af timbri bindur um 1,1 tonn af kolefnum. Sé litið til byggingaraðferða þá minnkar hver rúmmetri af timbri sem nýttur í byggingariðnaði kolefnaútlosun um 2,1 tonn. Áætlað er að landbúnaður muni árlega eyða um 7,3 milljón hekturum af skógi næstu árin.

 

Sement er stór orsakavaldur í vaxandi útlosun kolefna. Notkun steypu er tvöfalt meiri í byggingariðnaði en nokkurs annars byggingaefnis. Í steypu er um 10-15% sement. Þau hráefni sem nýtt eru við framleiðslu á hverju tonni af sementi valda 1,6 tonn af kolefnaútlosun. Um 2,6 billjón tonn af sementi eru framleidd á hverju ári í heiminum. Reiknað er með að útlosun vegna steypunotkunar fjórfaldist fram að árinu 2050. Það er því gríðarleg þörf á auknum rannsóknum á sementi og steypu svo minnka megi útlosun innan byggingariðnaðar. Einnig þarf að herða á rannsóknum um endurnýtingu á steypu.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?