Fréttir frá 2009

11 3. 2009

Umtöluð ræða formanns RSÍ á ársfundi ASÍ 2009

Í spjallþáttum hafa menn farið mikinn og sett fram fullyrðingar um að formaður Rafiðnaðarsambandsins hafi beitt fundarmenn ofbeldi á ársfundi ASÍ.

Hið rétta er að formaður RSÍ hélt tvær ræður á ársfundinum. Fyrri daginn hélt hann erindi þar sem hann kynnti niðurstöðu umhverfisnefndar ASÍ. Seinni daginn hélt hann ræðu í umræðu um lífeyrissjóði þar sem hann mótmælti aðdróttunum í garð fundarmanna.

Ástæða er einnig að geta þess að formaður RSÍ var í vinnuhóp um atvinnumál, en kom ekki nálægt vinnuhóp eða umræðu um lífeyrissjóði utan þess litla sem hann minnist á í ræðunni sem hér er birt.

Þátttaka í vinnuhópnum um atvinnumál var mikil og góð umræða. Niðurstöðu var hrósað sem vel unninni og var afgreidd einróma og án nokkurra athugasemda.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?