Fréttir frá 2009

10 28. 2009

Félagsfundur á Akureyri

Í hádeginu í dag var fjölmennur félagsfundur á Akureyri um stöðuna og viðhorfin.


Eftirtektarvert hversu mikið öðruvísi viðhorf koma fram á félagsfundum en fjölmiðlar sýna. Neikvæðni og niðurrif einkenna viðhorf þar, á meðan almenningur vill að þjóðin taki saman höndum og rífi sig upp úr þeirri lægð sem hér ríkir. Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hvað vaki eiginlega fyrir fjölmiðlum og hvert þeir sækja sín viðhorf.

Ummæli Páls Skúlasonar heimspekings um að umfjöllun fjölmiðla sé sannarlega ekki uppbyggileg eru réttmæt. Hroki og þótti eru þar aðaleinkenni.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?