Fréttir frá 2009

10 27. 2009

RSÍ ræður lögfræðing til starfa

Félagsmönnum RSÍ býðst nú endurgjaldslaus aðstoð lögfræðings.


Eru félagsmenn hvattir til að færa sér þessa nýjung í nyt og vera ófeimnir að hafa samband.HalldorOddson 
Halldór Oddsson lauk meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands vorið 2009. Hann starfaði samhliða námi m.a. hjá Héraðsdómi Norðurlands Eystra og Neytendasamtökunum, ásamt því að sinna aðstoðarkennslu við háskólann á seinni stigum námsins.

Halldór hefur aðsetur í húsnæði RSÍ að Stórhöfða 27, 1. hæð.

Opnir skrifstofutímar fyrir félagsmenn eru sem hér segir:

-         Mánudagar,     kl. 10:00 – 12:00
-         Fimmtudagar, kl. 16:00 – 18:00

Jafnframt er hægt að hafa samband hvenær sem er á póstfangið halldor@rafis.is eða í síma 580-5287. Viðtalstímar eru þá eftir nánara samkomulagi.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?